Tuesday, February 11, 2014

Ofursmoothie frá Brasilíu

Ofurfæða í Brasilíu !! Já ég fæ reglulega myndir af "Acai smoothie" sem þær stöllurnar gæða sér á í Brasilíunni og er víst mjög svalandi að þeirra sögn, enda yfirgengilega heitt hjá þeim þessa stundina og því kærkomið að fá sér svona frísklegan "smoothie" Við erum ekki eins heppin með hráefnið hér á landi og ekki hægt að nálgast þessi súperber nema í duftformi, djúsum eða fæðubótarefni. Mér datt samt í hug að það væri hægt að gera eitthvað svipað úr avocado, klökum og stevíu slender sticks með Acai bragði frá NOW, sykurlaust duft sem er oftar notað í vatn sem svaladrykkur, og viti menn þetta varð bara alveg ofsalega gott. Ég bætti við nokkrum hindberjum upp á litinn ( avocado er ekkert ofsalega fallegt á litinn svona í bland við klaka og jú það varð enn betra). Mæli með þessu hvort sem það er eftir æfingu eða sem desert, kemur sko á óvart.  Hampfræin sem fóru á toppinn voru svo til að fá pínu "crunch" en mætti líka nota smá kókosflögur, sesamfræ eða muldar hnetur :) Annars er allt gott að frétta af ferðalöngunum, þær fóru í fossaleiðangur til Iguazu falls og virtust alveg hafa gaman af.


Acai smoothie!
1 lítið, þroskað avocado (td. úr grænu netunum)
1 bréf af Acai lemon slender sticks frá NOW
4-6 hindber
3-5 dl klaki ( má alveg hafa töluvert af klaka)
1 tsk hampfræ til skrauts og heilsu
 
Allt sett í blender og mixað vel saman
Borið fram sem "sluch" mjög svalandi og gott
 
Hér eru smá fróðleiksmolar um Acai ber fengin af síðunni www.heilsubot.is og er merkilegt að lesa um hversu öflug þessi litlu ber eru, verst að þau fást ekki fersk hér á landi en þá er hægt að fara smá hjáleið og nota slender sticks frá NOW til að ná í bragðið :) Þau eru meira að segja með lágan GI stuðul sem er æskilegra á low carb mataræði :)
 
Acai ber
Rannsóknir hafa sýnt fram á að þessi litlu ber eru ein af næringarríkustu og öflugustu fæðu sem að finnst í heiminum, þar af leiðandi hafa þau verið sett á lista yfir svokallaða ofurfæðu eða superfoods sem er skilgreint sem fæða er inniheldur óvenjulega hátt hlutfall næringarefna. Açaí (ah-sigh-ee) berin finnast á hinu sérstaka Amazon pálma tré sem vex í regnskógum Brazilíu.
Berin eru dökkfjólublá að lit og bragðast eins og blanda af berjum og súkkulaði. Açaí berin eru stútfull af andoxunarefnum, amínósýrum og lífsnauðsynlegum fitusýrum.
 
Açaí aldin inniheldur: Ótrúlegt magn af andoxunarefnum sem að hjálpa líkamanum meðal annars að berjast gegn öldrun. Magn andoxunarefnanna er 10 sinnum meira en í rauðu greipi og 10 til 30 sinnum meira en í rauðvíni. Sambland af einómettuðum fitusýrum, trefjum og phytosterols sem hjálpa til við að viðhalda heilbrigðu hjarta og æðakerfi sem og heilbrigðu meltingarkerfi.
Fullkomna blöndu af lífsnauðsynlegum ammínósýrum og steinefnum sem eru nauðsynleg til vöðva samdráttar og endurnýjunar. Fitusýru innihaldið í açaí er líkt og það sem finnst í olivuolíu, einnig er það auðugt af einómettaðri oleic sýru. Oleic sýra er mikilvæg af mörgum ástæðum.
Hún og omega-3 fitusýrur hjálpast að við að gera frumuveggi meðtækilegri. Með því að gera frumuveggi meðtækilegri þá eiga hormóna, taugaboðs og insulín móttakar auðveldara með að starfa með eðlilegum hætti.
 
 Það er ekki frá því að maður sé með far eftir sólgleraugun Mekkín mín ?
Þetta er Acai smoothie sem dömurnar gæða sér á og er víst á við heila máltíð, enda notað sem slíkt þar ytra.
 Bátsferðin góða við Iguazu falls
 Þetta er t.d. EKKI heilsusmoothie, en þeim er nú slétt sama :) Njótið krúttlurnar mínar !
 
 

No comments:

Post a Comment