Thursday, February 20, 2014

Smjör og ostaklattar

Ég gleymi aldrei þegar ég smakkaði fyrst á smjörinu hennar Auðar í Salt eldhúsi. Fannst bara að það hlyti að vera eitthvað töfrakrydd í því, jafnvel sæta eða einhversskonar blanda sem ómögulegt væri að ná fram nema að vera ofurkokkur. Þegar hún sagði okkur svo hvernig hún gerði þetta þá hljómaði það sossum ekki flókið en ég kom mér ekki í að prófa það fyrr en loksins núna !! Og o boy, þetta er svo gott og alveg merkilegt hvað verður mikið úr einu smjörstykki. Heilar 4 krukkur af loftkenndu og guðdómlegu smjöri sem geymast vel í ískáp og henta auðvitað fullkomnlega sem matargjöf.
Brúnað smjör:
500 g smjör
Skiptið smjörinu í 2 helminga, 250 g hvor.

Aðferð:
Bræðið smjörið í þykkbotna potti og leyfið því að malla á meðalhita þar til það er farið að brúnast. Þegar dökkir flekkir fara að myndast á yfirborðinu og froða er yfir öllu þá er slökkt á hellunni og potturinn tekinn af. Látið smjörið kólna vel ( best að láta þetta standa þar til daginn eftir) þá er smjörið sett í hrærivél ásamt hinum helmingnum af smjörinu 250 g og þeytt í 5-10 mín þar til það verður loftmikið og fallegt. Setjið í skál og setjið plastfilmu yfir þar til smjörsins er neytt.
 
 Svo mæli ég með þessum einföldu ostaklöttum sem henta í hvaða máltíð sem er, morgunmat, með fisk, kjöti eða í hádeginu með góðu áleggi.
 
Ostaklattar
3 dl rifinn ostur
3 egg
1 msk HUSK trefjar
1/2 tsk lyftiduft
pínu salt eða annað krydd t.d. chipotle krydd
Aðferð:
Hrært og sett í hæfilega stórum hringjum á bökunarplötu
Hitað í ofni 200°C í ca 8-10 mín.

3 comments:

 1. Blessuð og sæl Krista mín.
  Ég er bara að skrifa þetta til að þakka þér fyrir alveg frábært blogg. Ég er búin að prófa nokkrar uppskriftir frá þér og núna síðast hlöllabát og þetta hefur allt verið alveg frábært. Ég veit ekki hvernig þú ferð að þessu, en ég er ekki viss um að ég hefði haldið þetta út ef ekki væri fyrir þínar uppskriftir.
  Takk fyrir mig.
  Edda Soffía

  ReplyDelete
 2. Æ takk, ég held mér gangandi á svona skilaboðum frá ánægðum lesendum það er nú bara svo einfalt :) gangi þér vel áfram í tilraununum :))

  ReplyDelete
 3. Mér finnst svo blessað aftur í hjónabandinu mínu eftir að doktor OGODO kom aftur með eiginmanni mínum, sem skilaði mér í góða 6 mánuði. Er GABRIELA með nafni. Jafnvel ef hafa munni yfir líkama minn, mun það ekki vera nóg til að þakka Doctor OGODO fyrir hjálp sína á lífi mínu. Maðurinn minn skilinn með mér í 6 mánuði og hefur verið í sársauka og kvöl án hans. Svo, ég leitaði að hjálp alls staðar en ekkert tókst ekki fyrr en ég hitti Doctor OGODO sem ég hafði samband við á netinu. Ég útskýrði ástandið hjá honum og hann lofaði að maðurinn minn muni komast aftur til mín innan 24 til 48 klukkustunda svo langt að hjarta mitt slær enn fyrir hann. Ég trúði á hann og hann bjó til að stafa fyrir mig og maðurinn minn hringdi í mig nákvæmlega þegar doktor OGODO sagði. Hann bað og sagði að hann þarf mig til baka og nú lifum við hamingjusamlega aftur á síðustu 9 mánuðum. Allir þarna úti lesa greinina mína sem þarf hjálp ætti að hafa samband við hann ... Email. Læknir OGODO um ogodomikespells@gmail.com fyrir frekari upplýsingar
  Ef þú ert þarna úti liggur í gegnum eitthvað af þessu
  vandamál sem taldar eru upp hér að neðan er hann líka fullkominn
  (1) Viltu koma aftur á bak við þig?
  (2) Hefurðu alltaf slæmt drauma?
  (3) Þú vilt vera kynnt á skrifstofunni þinni?
  (4) Viltu að konur / karlar keyri eftir þig?
  (5) Viltu fá barn?
  (6) Þú vilt vera ríkur?
  (7) Viltu binda manninn þinn / eiginkonu til að vera
  þitt að eilífu?
  (8) Þarftu fjárhagsaðstoð?
  (9) Hefurðu verið scammed og þú vilt
  endurheimta tapað peningana þína?
  Ef þú þarft eða vilt upplýsingar um ást eða
  peninga galdrar þú getur fengið þetta vandamál leyst
  í dag í spell of Temple of Solution ...
  Hvernig á að hafa hamingjusamari hjónaband án þess að bíða eftir maka þínum að breyta.

  ReplyDelete