Sunday, February 2, 2014

Snickersnammi

Jesús Pétur hvað hún Solla í Gló er skemmtileg. Hún er svo innilega hún sjálf alltaf hreint og ég er að fíla hana í botn ! Hef farið á námskeið hjá henni, fylgst með henni í sjónvarpi og alltaf er hún jafn yndislega hress og fyndin stelpan ;) Ég sá hana núna fyrir stuttu útbúa snickersköku fyrir Helgu Möller í sjónvarpinu og stóðst ekki freistinguna að búa til mína útgáfu með LKL útúrsnúning haha.
Þetta er auðvitað brjálæðislega gott og löngu búið úr frystinum sem er eina hættan við svona góðgæti. Ég eyddi þó nokkrum hitaeiningum við að hlaupa upp og niður stigana til að sækja mér mola í frystinn svo ég átti þetta fyllilega skilið ;)
Snickersnammi Sollu Glóandi með LKL ívafi
Botn:
120 g möndlur
1/2 dl kókosolía(látin bráðna í vaski með heitu vatni)
1 dl hnetusmjör t.d. MONKI
2 msk hampfræ(NOW), má sleppa en er voða gott
1 tsk vanilludropar
gróft salt
2-3 msk Sukrin Melis (ágætt að smakka til)
 
Karamella:
2 msk sykurlaust Torani sýróp, karamellu
1 dl hnetusmjör t.d. MONKI
1 tsk kakó
gróft salt
1 dl möndlumjólk
(1 dl salthnetur til að setja undir karamelluna)
 
Súkkulaði:
1 dl kókosolía(látin bráðna í vaski með heitu vatni)
1/2 dl kakó
gróft salt
Karamellustevía VIA HEALTH eða bragðlaus, 4-6 dropar
1-2 msk Sukrin Melis, pínu smekksatriði.
 
Aðferð:
Blandið allt í botninn í matvinnsluvél og þjappið í form sem er klætt að innan með smjörpappír..Frystið í smá stund á meðan karamellan er gerð. Hellið salthnetum yfir og því næst karamellublöndunni sem er einnig mixuð í matvinnsluvél og frystið aftur. Útbúið svo súkkulaðið í skál og dreifið yfir frosna snickerskökuna, ég dreifði svo smávegis af grófu salti yfir súkkulaðið áður en kakan fór aftur í frysti.  Þegar á að fá sér af henni er ágætt að leyfa kökunni að þiðna dálítið áður en hún er skorin í bita eða sneiðar. 
 
 
 

No comments:

Post a Comment