Tuesday, March 4, 2014

Bólivíubeibs

Jæja kæruleysið í manni, ég steingleymdi að setja inn færslu síðasta þriðjudag og því var engin S-ameríkusaga í þeirri viku. Svona fer vetrarfrí með minnið í manni. En dömurnar eru núna staddar í Bólivíu og velta sér upp úr dúnmjúkum ullarsokkum úr lamaull, skoða nornamarkaði og fóru í ferð um salteyðimerkurnar fyrir nokkrum dögum. Þvílíkt ævintýri segji ég enn og aftur og dauðöfunda þær. Ég heyrði í Mekkín í morgun og þegar talið barst að vinsælli fæðu þarna úti þá nefndi hún strax að vinsælasti "streetfood-inn" væru franskar með osti og karrý og stundum smá grænmeti. Haha ég var nú ekki búin að rekast á þann rétt þegar ég vafraði um netið og held hreinlega að þetta sé bara það sem þeim finnst best að borða ;) eða hvað stelpur !!! Bólivía er mikil kryddþjóð og svo eru grjónin, fylltu hveitikökurnar og ávextirnir á flestum götuhornum. Ég held ég hafi ekki séð svona margar týpur af ávöxtum lengi en hér eru nokkrar myndir af nokkrum allskrítnum !! ávöxtum það er að segja þótt stelpuskjáturnar séu líka pínu fyndnar :)
 

Linaza drykkurinn !
Hér er á ferð svaladrykkur þeirra í Bólivíu sem er víst mjög vinsæll en hann er búinn til úr
HÖRFRÆJUM !!
Já merkileg samsetning, hörfræ, lime, klakar, sykur og kanell.
Ég varð nú að prófa þetta enda hörfræ full af góðum næringarefnum og omega fitusýrum.
 
Orginal útgáfa, örugglega stútfull af sykri.
Hér er svo mín útgáfa:
 
Hörfrædjús:
1 líter af vatni
50 g hörfræ
6-8 dropar Via Health stevía, notaði kanelbragð
2-3 msk limesafi
 
Blandið saman vatni og hörfræjum í blender og mixið vel eða þar til fræin hafa leyst upp.
Hellið vökvanum úr blendernum í gegnum sigti og blandið svo drykkinn með stevíu og lime, hrærið vel saman og setjið klaka út í. Þetta kom merkilega vel út og var bara nokkuð hressandi.

 
 

No comments:

Post a Comment