Thursday, March 13, 2014

Enchiladas

Ég elska mexíkanskt eins og hefur örugglega margoft komið fram á þessu bloggi og nú prófaði ég að útbúa enchiladas í kvöldmatinn með mjög góðum árangri. Það er ágætt að gefa sér smá tíma í þetta ef maður vill gera allt frá grunni, en samt var þetta nú merkilega fljótlegt enda skipulagið ágætt og eiginmaðurinn vel nýttur. Þessi réttur sló í gegn hjá öllum í fjölskyldunni og bar ég hann fram með hressandi salati og ísköldu sódastreamvatni með klaka. Flatkökurnar taka lítinn tíma og má nota í aðra rétti eins og burritos og einfaldar pizzur.

 Enchiladas
 
Flatkökur
4 egg
2 msk vatn
4 msk möndlumjólk (eða rjómi)
1 msk brætt smjör
1 msk Chipotle krydd, fæst t.d. í Kosti( eða annað mexíkanskt krydd)
1 pk stevía bréf frá Via Health eða 6 dropar stevía
3 msk möndlumjöl
1 msk kókoshveiti
1/4 tsk salt
 
Þeytið saman egg, mjólk og smjör. Blandið saman þurrefnum í skál og setjið svo saman við eggjablönduna. Gott er að láta þetta standa aðeins meðan panna er hituð. Spreyjið smá pam spreyji á pönnuna og steikið svo um 5 góðar pönnukökur.
 
Fyllingin:
3-4 kjúklingabringur eða úrbeinuð læri (einn poki ROSE er passlegur)
1 sýrður rjómi 36%, nýji rjóminn góði
200 g rifinn ostur, hér má leika sér með osta líka t.d. jalapeno
 
Sósan:
2 tsk kóriander duft
1 msk chilliduft + ( 2 þurrkaðir eða ferskir chillibelgir fræhreinsaðir) eða bæta við 1 msk af chilli
2 tsk cumin
1/2 hvítlaukur
1 dós Hunts tómatar
1/2 tsk Xanthan Gum
1/2 dós vatn (notið dósina undan tómötum)
Salt/pipar eftir smekk
 
Setjið allt í blender eða matvinnsluvél og blandið saman.
Steikið kjúklinginn vel í smjöri eða olíu og kryddið með chipotle kryddi eða öðru kjúklingakryddi.
Setjið 3 dl af sósunni saman við og hrærið vel í.
Setjið svo sýrða rjómann saman við og því næst 100 g rifinn ost.
Hrærið þessu vel saman í kássu. Afgangur af sósu má nota sem meðlæti eða geyma í krukku fyrir næsta skipti. Setjið nú góða skeið af kjúklingablöndu í hverja flatköku, rúllið upp og leggið í smurt eldfast mót. Endurtakið við allar kökurnar. Ef einhver rjómasósa er eftir í pönnunni þá má hella henni meðfram kökunum. Setjið 100 g af rifnum osti yfir ( má bæta við meira af osti.t.d. jalapeno ) og bakið í 220°c heitum ofni í 15 mín. Borið fram með fersku salati.
 
 

No comments:

Post a Comment