Thursday, March 6, 2014

Æðisleg rúnstykki

Jæja hér er ein uppskrift í viðbót af brauðbollum eða frærúnstykkjum sem eru alveg einstaklega létt í sér og bragðgóð, fljótleg í framkvæmd og alls ekki mikið eggjabragð af eins og vill stundum verða með brauðmetið í þessu mataræði. Ég mæli með að baka bollurnar í einhversskonar formi og fannst mjög fínt að nota silikonform því þá verða þær háar og flottar og extra mjúkar. Fræin geta verið að eigin vali en þessi blanda kom mjög vel út.
Létt og góð frærúnstykki um 6 stk.
 
100 g sýrður rjómi
2 egg
15 g kókoshveiti
15 g möndlumjöl
5 g fínmalað HUSK eða kúfuð tsk
1/4 tsk salt
1/2 tsk lyftiduft
1 msk chiafræ
1 msk hörfræ
1 msk graskersfræ
 
Aðferð:
Hrærið vel eggin og sýrða rjóman, blandið svo þurrefnum vel saman með gaffli svo HUSK nái að blandast vel. Hellið þeim út í og hrærið áfram. Látið standa í 5-10 mín. Setjið deigið í muffinsform, ég notað smurt silikonform og stráði nokkrum graskersfræjum ofan á. Bakið í 20  mín á 180°C með blæstri. Það komu 6 agalega passlegar bollur úr þessari uppskrift, svo er bara að tvöfalda ef þið viljið.


No comments:

Post a Comment