Tuesday, March 25, 2014

Túrmerikæði

Jæja nú er það túrmerik heillin ! Ég rakst á þessa ræfilslegu rót í Fjarðarkaupum nú fyrr í vikunni og þrátt fyrir útlitið þá hef ég fulla trú á styrk þessa litla rótarávaxtar. Liturinn sem hún gefur frá sér er allavega mjög öflugur enda gefur hún gula litinn í karrýið sem allir þekkja.  Það á því vel við orðatiltækið, "margur er knár þótt hann sé smár". Talið er að túrmerik hafi jákvæð áhrif á ýmis eymsli í líkamanum þá helst bólgum sem er oft helsta orsök ýmissa alvarlegra kvilla og sé mjög andoxandi. Það er að þakka efni í túrmerikrótinni sem nefnist kúrkúma (curcumin) og samkvæmt nýjustu vísindalegu rannsóknum er það eitt öflugasta efnið til verndar heila og taugakerfisins. Ekki slæmt það ? Þó er mælt með því að nota svartan pipar með turmerikkryddinu til að auka áhrifin og það er lítið mál. Ég ákvað að prófa túrmerik í nokkrar uppskriftir því stundum vill vefjast fyrir fólki hvernig er best að koma henni ofan í sig ef hún er ekki tekin í hylkjum. Hún gefur fallegan lit og gott bragð í súpur, gerir boost mjög kryddað og spennandi og eins er hægt að sjóða upp af því hálfgert seyði sem má sötra á, heitu eða köldu.
 
Grænmetissúpa:

1/2 haus hvítkál
1 gulur laukur
1 græn paprika
2-3 sellerí stilkar
1 dós af diced HUNTS tómötum (eða Whole)
2 stk grænmetisteningar Rapunzel (gerlaus)
2 tómatadósir af vatni
2 cm fersk turmerikrót
2 cm engiferrót
svartur pipar
salt eftir smekk

Ég skar þetta niður og setti í pott, látið malla í 20 mín eða þar til grænmetið er mjúkt.
Súpan má alveg vera svona í bitum en mér finnst alltaf svo gott að mauka súpur betur niður svo ég veiddi það svo upp og setti í matvinnsluvél/blender, hellti vatninu með og maukaði, má líka nota töfrasprota. Geymist vel í kæli og hægt að hita upp þegar svengdin kallar.
Gott er að setja rifinn ost út á súpuna þegar hún er borin fram eða sýrðan rjóma og jafnvel smá ferska basiliku. Það verður allt svo fallegt og girnilegt með fersku kryddi.
 
 
Kryddað hvítkál:
 
400 g hvítkál
2,5 cm engifer
3 hvítlauksgeirar
75 g jarðhnetur (má sleppa)
1 tsk turmerik
1/2 sítróna eða lime
1 msk fiskisósa ( mætti líka nota smá tamari sósu í staðinn)
2 msk hnetuolía eða sesamolía
1 lúka ferskt kóriander eða 1 tsk kórianderduft
 
100 ml sjóðandi vatn sett í skál ásamt turmerik og hrært, bætið sítrónu og fiskisósu við.
Hitið olíuna á pönnu og bætið hvítkálinu út í ásamt engifer, hvítlauk og hnetum ef þær eru notaðar.
Hrærið í 2-4 mín. Bætið nú við túrmerikvatninu og hitið vel í gegn. Bætið í lokin við kóriander og kreistið sítrónusafa yfir. Það má líka krydda meira ef þörf krefur, jafnvel með 1 tsk af chillidufti.
Þetta er mjög góður réttur með kjúkling eða fisk, eða bara einn og óstuddur.

Hollur og grænn "smoothie"
 
Klaki
vatn
1/2 avocado
lúka spínat
2 cm turmerik
1 msk hampfræ
1 skammtaskeið prótín (má sleppa)
 mæli þá með stevíudropum til að sæta í staðinn
 
Blandið öllu saman í blender og njótið t.d. eftir góða æfingu.
 
 
Turmerikdrykkur:
 
2 L vatn
2 lime
3 msk turmerik duft eða 90 g fersk turmerikrót
(sumum finnst það kannski aðeins of mikið af hinu góða en þá er líka hægt að nota
t.d. 30 g ferskt og 2 msk duft )
1/2 cup sliced fresh ginger
1/4 tsk cayenne pipar
30 dropar sítrónustevía, Via Health
1/2 tsk svartur pipar
 
Setjið allt í stóran pott, mér fannst ágætt að rífa niður engifer og túrmerikrót( ferska) í matvinnsluvél.
Látið krauma í það minnsta í 30 mín. Sigtið svo hratið/sítrónurnar frá vatninu setjð í stóra könnu,
bætið vatni og stevíu við eftir smekk og geymið í ískáp. Hristið vel drykkinn eða hrærið áður en hans er neytt. Berið fram heitt eða kalt eftir því sem hentar betur.
 
 
 No comments:

Post a Comment