Tuesday, April 1, 2014

Ferðalög og nesti

Jæja nú erum við hjúin komin heim eftir velheppnað námskeiðahald norðan heiða. Fórum af stað á föstudegi og komum seint í gær en við héldum námskeið bæði á Akureyri og Húsavík. Mikið var gaman að hitta allar þessar hressu konur, já enginn karlmaður í þetta sinn en það var mikið spjallað og maturinn rann ljúflega niður, eða það vona ég. Ég upplifði örlítið hversu félagslega heftur maður getur verið ef farið er eftir lág kolvetna mataræði út í fingurgóma og skyndibiti í sjoppum og á veitingastöðum er oftar en ekki samsettur úr stórum hluta kolvetna. Brauðlokur, bátar, vefjur, pizzur og meira að segja salötin eru stútfull af hveiti og glúteni og því ekki hlaupið að því að næla sér í nesti. Þó er auðvitað hægt að kaupa sér skyr og salat í matvöruverslunun og eins hægt að kaupa sér roastbeef eða annað álegg á flestum stöðum. En svona almennt þá er pínu maus að koma við í næstu lúgu og kaupa sér eitthvað hentugt. Við nestuðum okkur upp fyrir ferðina með túnfisksalati og samlokum og það dugði okkur nú langleiðina en mikið væri nú gott ef úrvalið væri meira á þjóðvegunum fyrir okkur með sérþarfirnar.  Hér er uppskrift af fljótlegu brauði sem gert er í örbylgjuofninum og bæði hægt að rista og nota sem samlokubrauð.

Ristað brauð:
1 msk möndlumjöl
1 msk golden flax seed meal eða chia mjöl
1 tsk HUSK
1/2 tsk lyftiduft
1 egg
1/2 tsk kúmen
ögn salt
þynnt með 1-2 msk möndlumjólk eða rjóma

Sett í þunnt form (gott að spreyja með pam eða kókosfeiti) og eldað í örbylgjunni í 2.30 mín
Skerið brauðið í tvennt og ristið í brauðrist. Má rista 2x til að fá extra skorpu
Mjög bragðgott,sérstaklega með tebollanum en eins er hægt að smyrja brauðið og setja álegg eins og skinku, avocado, aioli mæjónes, ruccola, egg .... eða hvað sem er í rauninni.

 
 
 

 
No comments:

Post a Comment