Monday, April 28, 2014

Nýr uppskriftapakki á leið í hús !

Það er nú blessuð blíðan úti og ég verð að viðurkenna að það er ansi erfitt að sitja inni í þessu veðri við tölvuna. Ég er að leggja lokahönd á næsta uppskriftapakka fyrir uppskriftastandinn góða en ég hef gefið út slíkan pakka í tvö skipti og nú bætist þriðji skammturinn við í safnið. Hér eru á ferðinni 20 nýjar uppskriftir sem allar eru einfaldar og fjölbreyttar og góð viðbót fyrir þá sem eiga eldri spjöldin. Þær henta auðvitað líka vel fyrir alla sem eru að byrja að prófa sig áfram með bakstur og einfalda rétti án sykurs og glúten.
 

Hægt er að senda mér fyrirspurn og heimilisfang ykkar á kristadesign@internet.is og panta uppskriftapakka. Best er að leggja inn á 544-26-111791 kt 311273-4509  kr 2.900.- og pakkinn er þinn. Frí póstsending innanlands.

No comments:

Post a Comment