Wednesday, April 23, 2014

Súkkulaðifráhvörf eða hvað ?

Jæja nú ættu flestir að vera lausir við súkkulaðidoðann og slenið eftir páskahátíðina. Kannski búið að borða nautasteik og bernaise 3 daga í röð, páskaegg nr 6 og 7, vesturbæjarbragðaref og kókópuffs og kroppurinn orðinn pínu þungur á sér ;) Þá er nú tilvalið að hressa sig bara við og fara út í sólina að hjóla eða ganga enda veðrið LOKSINS yndislegt. Venja sig svo hratt og örugglega aftur við léttu réttina sem gefa manni miklu meiri orku til lengdar en blessaður sykurinn. Sykurvíma er tímabundið gleðiástand en fallið er hátt með tilheyrandi þreytu og væli ;) Ég veit sko allt um það. Ég prófaði nokkrar nýjar uppskriftir um helgina og síðustu daga og er alveg að elska tilbreytinguna, t.d. bara að bæta 1 msk af hörfræjum út í hrærð egg, var eins og partý í munninum. Hér eru nokkrar einfaldar og góðar uppskriftir sem má grípa í næstu daga til að rétta úr kútnum. Svo er hér hugmynd að sumarlegum eftirrétti sem gæti verið tilvalinn á sumardaginn fyrsta. Verði ykkur að góðu.
Chiagrautur með möndlum, smakkast eins og grjónagrautur:
 
Blandið saman í krukku:
100 g muldar möndlur
8 msk chiafræ
3 dl kókosflögur
2 msk kanell
dash salt
 
Aðferð:
Hristið krukkuna og skammtið ykkur svo 1/4 af blöndunni í skál.
Hellið sjóðandi vatni yfir eða skellið í örbylgjuna í 2 mín. 
Gott er að hella rjóma yfir, ég nota laktósafrían og bætti við nokkrum hindberjum.
Valmöguleiki að sæta berin með dálítilli stevíu.
Þessi bragðast nánast eins og grjónagrautur þar sem möndlurnar gefa smá bit.
 

Kotasælupönnsur:
 
1 dl eggjahvítur(um 3 egg)
30 g kotasæla
1 msk prótín NOW eða Nectar
1/2 tsk vanilla
1 tsk sukrin melis
(eða nokkrir dropar Via Health stevía)
1/2 tsk lyftiduft
40 g möndlumjöl
1/3 tsk kanell
Aðferð:
Allt sett í blender og mixað vel.
Steikt á smurðri pönnu.
Þessar eru mjög léttar og bragðgóðar, fínar með sykurlausri sultu,
eða bara smyrja með smjöri og osti.
Eggjahræra með avocado og hörfræjum.
Hrærið saman 1 egg, og slurk af eggjahvítum ( t..d úr brúsa) pískið saman með gaffli og kryddið með pipar. Bætið 1 msk af hörfræjum saman við hræruna og steikið svo á pönnu. Þegar eggin eru elduð þá bætti ég við niðurskornu avocado út á og kryddaði aðeins meira. Mjög skemmtileg tilbreyting í eggjaréttaflóruna. Lítur kannski ekki brjálæðislega vel út en var mjög bragðgott.
 
 
Sumarlegur desert:
 
Marenstoppar:
1 dl eggjahvítur( við stofuhita)
50 g sukrin melis
1/2 tsk cream of tartar eða vínsteinslyftiduft
nokkur saltkorn.
 
Aðferð:
Stífþeytið eggjahvíturnar og cream of tartar/ lyftiduftið. Saltið örlítið og bætið svo Sukrin Melis saman við. Þeytið áfram þar til toppar fara að myndast í skálinni. Sprautið blöndunni í litla toppa á bökunarpappír og bakið í 120°c með blæstri í 15 mín ca. Leyfið toppunum að kólna í ofninum og blandið saman desertinum á meðan:
 
Innihald:
 
Hindber
Bláber
Jarðaber
Rjómi
Skyr.is vanillu
 
Súkkulaðisósa:
1 msk kakó
2 msk sukrin melis
þynna með möndlumjólk
6 dropar Via Health stevía, td. karamellu
 
Setjið nokkur ber í botn á glasi, msk af skyr.is vanillu, svo nokkrar marenstoppa, smá rjóma og aftur ber, skyr, marens, rjóma og svo koll af kolli.
Í lokin hellti ég smá súkkulaðisósu yfir réttinn og bar strax fram. Létt og gott en lítur út fyrir að vera rándýrt stuff !!!
 
 

 

No comments:

Post a Comment