Saturday, May 10, 2014

Evrovision snarl

Jæja nú styttist í fjörið. Eftir annasaman dag í garðinum þar sem grænmetisræktunarbeð rísa á methraða þá stökk ég inn til að útbúa smá nasl fyrir kvöldið. Sama og síðast eiginlega eða fyllta jalapenobelgi( KOSTUR) með rjómaosti og beikoni, klikka ekki og svo skellti ég í cappuchinokókoskúlur en þá uppskrift gaf dóttir mín mér alla leið frá Danmörku. Við erum báðar soddan nautnabelgir svo það er ekki verra að hafa 2 höfuð í bleyti alla daga við að finna upp eitthvað bragðgott nammi til að grípa í þegar þörfin kallar.  Skemmtið ykkur vel í kvöld, áfram POLLAPÖNK
 
"Júrópoppers 20 stk"
 
10 heilir ferskir jalapenobelgir (fékk þessa í Kosti)
200 gr hreinn rjómaostur
100 gr beikonsmurostur
1 box af kurluðu beikoni
rifinn jalapeno-ostur eða annar rifinn ostur ( valfrjálst )
 
Endarnir á jalapenobelgjunum skornir af ( breiðari endinn)svo eru þeir skornir niður eftir endlöngu.
Það fást því 20 helmingar úr þessu magni.
Hreinsið fræin úr og hendið.
Blandið í skál rjómaostinum og beikonosti, og ég setti 1/3 af beikonboxinu út í ostablönduna.
Því næst smyr ég ostinum með teskeið inn í hvern helming og legg á pappírsklædda bökunarplötu.
Stráið beikonkurli yfir hvern pipar og dálitlum osti ef þið viljið.
Bakist í ofni í 15-20 mín á 180 gráðu hita.
Varúð þetta er heitt, en ruuuugl gotttt
Capphucino kókoskúlur
 
2-3 msk prótín, ég notaði Nectar capphucino
2 msk sukrin melis
2 msk kakó
10 dropar Via Health stevía, vanillu
1 tsk vanilludropar
1 msk hnetusmjör
1 kúfuð msk kókosolía
vatn eða kaffi til að þynna með
3 msk kókosmjöl
Aðferð:
Blandið saman með sleif, þynnið eftir hentugleika
rúllið upp í kúlur og veltið upp úr grófu kókosmjöli.
Kælið og njótið
 
 

No comments:

Post a Comment