Tuesday, May 6, 2014

Fallega Kaupmannahöfn

Jæja við hjónin erum komin heim eftir nokkra yndislega daga í Kaupmannahöfn, en við heimsóttum dóttur okkar og tengdason sem eru að hefja búskap sinn þar ytra sem og nám næstu árin. Pínu blendnar tilfinningar brutust um í mömmu og pabbahjarta þegar við kvöddum þau aftur en þau hafa komið sér vel fyrir og standa sig með prýði svo við höfum engar áhyggjur af þessu duglega pari. Dagarnir voru langir og fjölbreyttir, prufuðum að hjóla í fyrsta sinn í Danmörku og það er eitt það skemmtilegasta sem við höfum gert lengi enda rúmir 60 km að baki. Vildi óska að það væri svona mikið lagt upp úr hjólreiðarstígum og aðstöðu fyrir hjól hér á landi, algjör snilld. Takk elsku Mekkín og Arnar fyrir að taka svona vel á móti okkur foreldrunum. Við eigum örugglega eftir að koma oft á sófann ykkar aftur næstu árin og nú erum við orðin alvön svo þið þurfið ekki að passa okkur svona mikið næst.
 Yndislegur dagur, komið við í Torvehallerne sem er bara skemmtilegur markaður. Gengið í gegnum Fællesparken þar sem stemmingin var svakaleg 1. maí, danirnir kunna þetta, sólin skín þá er það bara kassi af bjór, teppi og málið er dautt.
 
Sumarlegt

Hjólatúrinn, Ködbyen, Lé Lé og skemmtilegi flautuleikarinn hjá Tívolíinu sem er orðinn hálfgerður fjölskylduvinur

Hjól og lestarferðir, það er svo auðvelt að ferðast á milli staða í Köben

 Sticks´n sushi í Frederiksberg, ekki annað hægt en að mæla með þeim stað, pínu dýr en Kaupmannahöfn er ekki sú ódýrasta. Hittum bróður og mágkonu sem búa í borginni og var mikið hlegið, borðað og drukkið ;)
 
 
Þrátt fyrir alla hjólakílómetrana og labbið þá fannst okkur þetta skilti garga aðeins á okkur síðasta daginn. En nú verður aftur farið í egg og kotasælu alla daga fram að næsta ferðalagi.
Við vorum samt ánægð og sæl.

Geggjað franskt kaffihús TASTE á Store Kongegade sem kom skemmtilega á óvart. Snilldar ommilettur, glútenfríar kökur (ekki sykurlausar reyndar) og gott kaffi.
Kökusýning í Bella Center var svo aukabónus en við hittum akkurat á þá sýningu á meðan við vorum úti. Meiri listamennirnir þarna á ferð.
Evróvisionstjörnurnar kíktu svo á rauða dregilinn á ráðhústorginu og að sjálfsögðu vorum við á staðnum. Pollarnir í kjólunum og daman með skeggið áttu þetta skuldlaust.  Gaman að geta verið þarna með þeim í smá stund og sendum við hlýja strauma yfir papparazzana.
 

No comments:

Post a Comment