Tuesday, June 17, 2014

17 júní tertan

Gleðilegan þjóðhátíðardag kæru bloggvinir ! Það er fallegt veður núna úti eins og er og vonandi helst það sem lengst. Ég heyrði fyrir stuttu þessa setningu í bíómynd sem mér fannst svo falleg og á vel við núna.
"If you want rainbow, you have to deal with the rain"
Þetta er afar fallegur boðskapur sem gott er að hafa í huga í dag ef einhverjr dropar ákveða að heiðra okkur með nærveru sinni. Þá er bara gott að skjótast inn og gæða sér á mokkatertu á meðan mesta demban gengur yfir. Er það ekki bara :) Eigið yndislegan dag.
 
Mokka - súkkulaðikaka:
 
200 g möndlumjöl ljóst
25 g kókoshveiti
40 g kakó
200 g Sukrin
1 msk lyftiduft
1 msk vanilla
2 tsk skyndikaffi
100 ml kalt vatn
5 egg
10 dropar stevia Via Health
1/2 tsk Xanthan Gum (má sleppa en gerir mikið)
 
Bakið í 175°C í 25 mín í 2 formum eða bakið einn þykkan botn og skerið í sundur.
 
Krem:
4 msk mjúkt smjör
240 g rjómaostur við stofuhita
150 g Sukrin Melis
1 tsk skyndikaffi
3 msk kakó ( 20 g)
1 tsk vanilludropar
1/3 tsk Xanthan Gum(ef þið eigið) 
þynnið með rjóma ef þörf er á
 
Þeytið kremið á fullum krafti þar til það verður samfellt og ljóst, smyrjið því á kælda kökuna og skreytið að vild.


 

 

 

No comments:

Post a Comment