Thursday, June 26, 2014

Ís og súkkulaði, já takk !

Eins og þið takið eflaust eftir þá er ég pínu ofvirk þessa dagana, kannski þar sem sólin er einhversstaðar að sinna öðrum erindum og þar af leiðandi fer ég lítið í garðinn að stússast. Hef því verið að leika meira í eldhúsinu og prófa mig áfram með eitthvað gotterí. Hér eru tvær góðar uppskriftir sem eru algjört jumm, súkkulaði sem bragðast pínu eins og mjólkursúkkulaði, fullt af kókosolíu sem er fínt fyrir þá sem eiga erfitt með að koma ofan í sig hollu góðu fitunni. Ég prófaði bæði að nota kókosmjöl í eina útgáfu og hnetusmjör í aðra og þetta er bara eins og snickers og bounty :) Svo er hér jarðarberjaís sem er brjálæðislega fljótlegur og mjög góður. Hver þarf Vesturbæjarís eða bragðaref þegar þessi er svona fínn.
 
"Jarðaberjaís"
2-3 bollar frosin jarðarber
1/2 bolli klakar
1 peli rjómi(ég nota laktósafrían)
3 msk sukrin melis
15 dropar vanillustevia Via Health, eða eftir smekk.
Aðferð:
Öllu blandað saman í blender,
kókosmjöli dreift yfir í lokin og borðað með bestu lyst.
p.s. þeir sem vilja geta sett 1-2 msk af hnetusmjöri og 2 msk kókosmjöl saman við og þá
erum við komin með þennan fína bragðaref.

 
"Súkkulaðifudge"
 
150 g mjúk kókosolía
1/2 tsk vanilla
30 g kakó sykurlaust
30 g Sukrin Melis
10 dr Stevía Via Health t.d. vanillu eða karamellu
1/4 tsk kanell
1 msk hnetusmjör eða 2 msk kókosmjöl
( má sleppa eða setja hnetur eða eitthvað annað út í að eigin vali)
 
Aðferð:
Hrærið saman þar til allt hefur blandast vel saman, hellið í form, ágætt að nota silikon eða setja plastfilmu í botninn á álformi. Kælið í ískáp í 1-2 klst, skerið niður í bita og laumist í einn og einn með kaffinu.


No comments:

Post a Comment