Gamlar yfirdýnur áttu fyrst að fara á herlegheitin en þegar þær voru mátaðar á var húsfreyjan ekki alveg sátt. Við bættum því við 2 pallettum í viðbót og keyptum dýnur úr IKEA sem pössuðu bara þrælvel, voru reyndar ætlaðar í svefnsófa en breiddin var 80 cm og það var akkurat það sem við vildum Eldstæðið góða fengum við líka í IKEA, (er ekki á prósentum samt) og það var hreint æðislegt að kveikja í því lítið bál. Gamli gashitarinn sem okkur var gefinn í fyrrasumar var gerður upp, málaður og skipt um slöngur og snarhitaði okkur þegar kuldinn var farinn að gefa í. Vígslukvöldið var yndislegt, góðir vinir kíktu í heimsókn í sykurlausa möndluköku og börnin fengust ekki inn fyrr en um 02.00 leytið. Það er ekkert betra en að liggja undir teppi og horfa upp í himininn svo ég skil þau vel. Mæli með þessari tiltölulega ódýru lausn ef þið hafið ekkert að gera í sumarfríinu. Ég mun allavega njóta þessarar dyngju vel í sumar.
Útsýnið er nú ekkert agalegt hér á heimilinu...
Brúsi að njóta sín í nýslegnu grasinu, og til hægri er mini kryddjurtagarðurinn minn.
Heimasætan að glugga í hönnunarbók
Ódýr kertaglös , gamlar sultukrukkur, skrautsandur og málið leyst.
Svo þegar fer að rökkva þá nýtur eldstæðið sín vel.
Hér eru fleiri hugmyndir af uppsetningum á þessum sniðugu pallettum :)
No comments:
Post a Comment