Tuesday, June 24, 2014

Salsaborgari

Það er kannski ekki beint grillveður úti núna, allavega ekki á höfuðborgarsvæðinu, en í gær var ólíkt betra veður og þá grilluðum við þessa fínu hamborgara. Ég notaði  pylsubrauðsuppskriftina mína til að gera brauðin í þetta sinn og bætti bara við sesamfræjunum. Mjög góð og saðsöm brauð. Með borgurunum bárum við fram graskersfranskar og tómatsalsa. Hressandi og góður matur sem á alltaf við, líka vel á mánudögum.


Hamborgarabrauð ( 4 stk)
 
100 gr möndlumjöl (gott að nota möndlur án hýðis)
1 msk hörfræmjöl/flaxseed
2 msk Husk duft frá NOW
1/2 tsk salt
1 sprauta Via Health original stevía
2 egg
170 gr sýrður rjómi eða grísk jógúrt, ég notaði 18 % sýrðan,
(um að gera að nota laktósafrían ef maginn er viðkvæmur fyrir mjólkurvörum)
1 tsk vínsteinslyftiduft
sesamfræ
 
Aðferð:
Blandið þurrefnum saman og síðan eggjum, stevíu og jógúrt eða sýrðum rjóma, hrærið vel saman og látið deigið standa í 10-15 mín.  Mótið svo (ágætt að nota hanska) 4 bollur úr deiginu, dreifið sesamfræi yfir og bakið á smjörpappírsklæddri plötu.
Bakið í 25 mín á 160-170 gráðu heitum ofni m/blæstri.
 
Salsa:
 
4 kjarnhreinsaðir tómatar
1 lítill rauðlaukur
safi úr 1/2 lime
1 tsk hvítlauksmauk eða 2 hvítlauksrif
1 msk balsamikedik eða eplaedik
sjávarsalt
pipar
steinselja eða basilika, fersk, lófafylli
 
Skerið tómatana niður smátt ásamt lauknum og blandið saman, kryddið og bætið við limesafa og edik og hrærið vel saman. Bætið við kryddjurtum og gott að láta standa í ískáp í góða stund.
 
Graskersfranskar:
1 Butternut- grasker
herb de provance krydd eða timian/rósmarín gott líka
ólífuolía
 
Skerið niður graskerið í "franskar" kryddið og hellið olíu yfir, best að gera í skál. Dreifið svo úr þessu á bökunarplötu og bakið í 20-30 mín á 180°C þar til þær verða brúnaðar og stökkar.
 
 
 
 

No comments:

Post a Comment