Wednesday, July 23, 2014

Fljótlegur matseðill fyrir einn dag

Já ég veit, hef verið frekar slöpp hér undanfarið, búin að vinna mig upp að öxlum undanfarið, sinna fjölskyldu og vinum, skaust svo aðeins í bústaðinn og eyddi því litlum tíma í bloggið. Ég passaði mig þó á að næra mig og sleppi helst ekki úr máltíð ;) og alltaf er síminn við hendina svo ekkert fari nú framhjá ykkur kæru vinir sem og öllum mínum fésbókarvinum, þeim til ómældrar ánægju .... hohoh. En allavega ef þið viljið skella í fljótlega rétti þá eru hér 4 góðir sem gætu hentað sem morgunmatur, hádegismatur, kaffi og kvöldmatur. Tekur öööörskamma stund að útbúa og þeir eru mjög lágir í kolvetnum. Líklega eru graskersfranskarnar einna stærsti hlutinn ef um kolvetni er að ræða en þær eru svo sjúklega góðar að ég leyfði mér nokkrar um helgina :) Jæja hér er þetta og vonandi getið þið nýtt ykkur eitthvað af þessu.
 
Morgunverður:
Bulletproof
 
1 sjóðheitur kaffibolli
1 msk ósaltað smjör
1 msk kókosolía
 
 
Aðferð:
Allt sett í blender og drukkið með bestu lyst
 
Hádegismatur:
Beikonostapönnsur
2 egg
2 góðar msk beikonsmurostur ( ná nota aðra osta)
1 msk HUSK
2 ostsneiðar
 
Aðferð:
Pískið allt saman með töfrasprota, eða litlum blender/þeytara. Steikið 2 góðar pönnsur á pönnsupönnu( ég nota nú teflon til að einfalda mér lífið )
setjið sitthvora ostsneiðina á pönnsurnar og rúllið upp. Hitið í nokkrar sek í örbylgjuofni og piprið svo aðeins fyrir neyslu :) mjög saðsamar þessar.

Kaffitími/ Millimál:
Kanilsnúðar á 5 mín í öbba.
 
20 g kókoshveiti( rúmleg msk)
1 rúm msk HUSK grófa
10 g sukrin melis
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1 egg
1/4 tsk vanilludropar
2 msk vökvi(vatn, möndlumjólk, rjómi)
örfá saltkorn
 
Hrærið þurrefnum og svo bætið þið við egginu og vökvanum, hrærið soppuna þar til hún er kekkjalaus með gaffli t.d.
smyrjið deiginu í lítinn ferning á plastfilmu og látið standa þar þar til búið er að gera fyllinguna.
 
Fylling:
1/2 msk brætt smjör
1 msk sukrin
1 tsk kanell
 
Hrærið saman kanelsykri og bræðið smjörið. Dreifið kanelsykrinum yfir deigið og látið svo smjörið drjúpa varlega yfir allt saman. Rúllið upp snúðunum með plastfilmunni og skerið í 9 litla snúða. Setjið yfir á smjörpappír og bakið í örbylgjunni á hæsta styrk í 2.30 mín.
Leyfið snúðunum að anda aðeins og kólna áður en þeirra er neytt. Eggjalyktin hverfur fljótt ;)
Þetta ætti ekki að taka mikið meira en 5 mín, kannski 10 mín með tiltekt :)
 


 Kannski ekki að líta neitt stórkostlega girnilega út svona í byrjun , en bragðið svíkur ekki :) Ooog þeir haldast mjúkir og fínir þar til þeir eru búnir !!!
Kvöldmatur:
 
Beikonvafðar kjúklingabringur með höfðingja:
Kjúklingabringur
Beikonlengjur
Blár höfðingi
 
Aðferðin er ekki flókin, skerið litla vasa í bringurnar og laumið vænni sneið af höfðingjaosti inn í , vefjið svo 2 beikonlengjum um hverja bringu, stingið grillpinna í gegn til að halda þessu vel saman. Kryddið með kjúklingakryddi og bakið í ofni í 20-30 mín, 180°c sirka.
Graskersfranskarnar sem eru hér með eru bara hreinlega skornar í ræmur, kryddað með Herb de Provance og olíu, skellt á bökunarplötu og jafnvel einum rauðlauk með. Bakað í ofni ásamt kjúklingnum í 30-40 mín.
 

3 comments:

  1. Góðir snúðar, takk fyrir þetta :) bjó þá til í gær með því að nota rúml. msk af kókoshveitinu og huski. Núna ætlaði ég að nota grömmin og þá sulluðust nokkrar msk í deigið. Eru þetta örugglega rétt msk mál vs. grömm?

    ReplyDelete
  2. Já ég prófaði að setja núna rúmlega msk á vigtina og það voru akkurat 20 g :/ ertu ekki örugglega með stillt á g og passa að núllstilla, allsk ekki nokkrar msk, ég nota mæliskeið og hún er yfirleitt 15 g og rúmleg þá 20

    ReplyDelete
  3. Þessar pönnukökur! Ég dó og fór til himna í hádeginu =o)

    ReplyDelete