Friday, August 15, 2014

Nokkrar fljótlegar

Jæja, það halda eflaust einhverjir að ég sé endanlega dottin í sukkið og vitleysuna og sé bara hætt að blogga. EN svo er nú ekki, ég er reyndar búin að vera mjög upptekin síðustu daga, en við systur og makar okkar fórum norður á Hrafnagil með allt okkar hafurtask og skelltum upp einu stykki verslun í skólastofu bara si sona. Þar vorum við með á handverkssýningunni í 4 daga og erum enn að komast á jörðina því það var svo gaman að hitta alla, bæði landsbyggðarfólkið og þá sem nenntu að kíkja úr bænum. Við urðum það spenntar fyrir samstarfinu hjá Volcano Design og Kristu Design að yfir einu "lágkolvetna" hvítvínsglasi var ákveðið að opna verslun á Akureyri. Einmitt, aldrei lognmolla hjá klikkaða liðinu. En að matarvenjum og uppskriftum. Ég gaf Kötlu systur chiabúðing eftir langan dag við myndatökur og undirbúning fyrir nokkru og hún sagðist hafa hugsað um hann alla daga síðan. Ég vil því setja hér inn uppskriftina af honum og fleiri fljótlegum. Svo er einnig mjööög sniðug uppskrift af brauðbátum sem ég græjaði í fríinu í samlokugrilli sumarhússinns sem við leigðum. Það er s.s. alltaf hægt að redda sér á nokkuð fljótlegan hátt. Verði ykkur að góðu.

 
"Chia grjóni"
 
1 poka af muldum möndlum
8 msk chiafræ
3 dl kókosflögur
2 msk kanel
nokkur saltkorn
 
Aðferð: 
Hristið krukkuna og svo er hægt að skammta sér t.d. 1/4 í skál, setja sjóðandi vatn yfir eða skella í öbbann í 2 mín. Ég hellti svo laktósafríum rjóma yfir og bætti við nokkrum hindberjum, má setja nokkra dropa af stevíu út á berinþ Þessi bragðast pínulítið eins og grjónagrautur. Aljgör snilld, mettandi og fljótlegur.
 
 
Kötlu-súkkulaðibúðingur
 
2 msk chia fræ
2 dl möndlumjólk, ósæt
1 tsk kakó
4 dropar Via Health stevía (eða eftir smekk)
1/3 tsk vanilluduft eða dropar
1 tsk Torani karamellusýróp, ef grauturinn er ekki nógu sætur
1/2 tsk hnetusmjör ( má sleppa )
 
Aðferð:
Best er að píska grautinn kröftuglega saman eða sigta kakóinu út í til að fá sem fallegasta áferð.
Má líka nota töfrasprota.
Kælið í 20 mín eða lengur og njótið. Hentar t.d.í morgunmat eða sem eftirréttur.

 
Samlokubátar í samlokugrilli.
 2 egg
2 msk beikonsmurostur (má nota annan ost, t.d. camenbertsmurost)
1 msk Husk úr poka
val að setja smá hvítlauksduft út í ef þetta á að vera meðlæti með mat
 
Aðferð:
 Píska saman og baka í samlokugrilli eða skella á pönnuna.
 
 
 
 

No comments:

Post a Comment