Monday, September 8, 2014

Chutney og búðarleikur

Eftir annasama viku með yndislegu fólki og ættingjum þá erum við loksins komin í bæinn. Við hjónin skruppum ásamt systur og maka norður til Akureyrar í síðustu viku þar sem við unnum hörðum höndum við að koma upp lítilli verslun á mettíma. Opnuðum fjársjóðskistuna okkar Systur&Makar á föstudaginn 5. sept með pomp og pragt með tilheyrandi spennufalli og táraflóði. Allt mjög svo skemmtilegt og lærdómsríkt. Þar sem bókin mín verður til sölu í búðinni ásamt uppskriftastandi, spjöldum og fleiru tengt sykurlausa mataræðinu þá var að sjálfsögðu ákveðið að bjóða upp á sykurlausar veitingar. Ég bjó til sultur og chutney, baunakökur og jelló skot sem runnu ljúflega ofan í gesti og gangandi. Ég má til með að setja hér inn uppskriftina af chutneyinu góða sem rauk út. Það eru reyndar aprikósur í því sem eru nokkuð kolvetnaríkar en þó betri kostur en að nota hvíta sykurinn. Í stað sykurs notaði ég nýju strásætuna frá Via Health sem er með íblandaðri stevíu og því ótrúlega lík venjulegum sykri. Miklu betri kostur og smakkast alveg frábærlega.
 
 
Rabbabarachutney
 
500 gr. Niðursneiddur rabbabari
2 saxaðir laukar
1 poki saxaðar apríkósur
1 ½ msk edik, ég nota eplaedik
2 1/2 dl Via Health strásæta með stevíu
2 tsk niðurbrytjaður ferskur engifer
1 ½ msk karrý
1 tsk turmerik
2 tsk salt
1-2 saxaðir ferskur chilipipar
Allt sett í pott og soðið saman í 30 – 40 mín. Maukið svo með töfrasprota eða hellið í blender, farið þó mjög varlega.
Sett heitt á krukkur. Mjög gott með öllu sem hugurinn girnist.


 Hér eru nokkrar myndir frá opnun búðarinnar sem er á Strandgötu 9 á Akureyri.
 
Sæti búðarglugginn okkar
 
 
Jóla og stofuhornið okkar

 
Villkisinn okkar Brattur fékk að vera stjarna og prýðir nú rafmagnskassann fyrir utan búðina

 
Hér er nýbúið að þurrka tárin og allir að jafna sig
 

 
 

No comments:

Post a Comment