Thursday, September 11, 2014

Móðureðli

Hversu klikkaðir geta dagar verið ? Minn var nokkuð hress! Leikfimi, vinna, tölva, sækja, skutla vörum, kaupa í matinn, sækja litla strump aftur í tónó, kaupa næringu fyrir hann svo hann myndi lifa af klifuræfingu og koma svo heim á búgarðinn í allsherjarástand þar sem hænukjáninn sem við fundum úti í runna fyrir stuttu með 13 egg og 5 nýklakta unga hafði losnað úr búrinu sínu með öll börnin með sér.  "Batman"ranglega kyngreind villikattarlæða sem búið hefur hér síðustu 2 árin sveimaði um svæðið kasólétt af sínum 5,6,7 undu börnum, pirruð og svöng, og beið spennt eftir að hænumamman liti undan svo hún gæti ná sér í síðdegishressingu. Ekki messa við óléttar kisumömmur það er á hreinu !!! Þá má sjá húsmóðurina " mig " á hælunum að elta unga um allar trissur, laga hænsnanet,reyna að koma öllum á sinn stað meðan sonurinn át hrísköku og kókómjólk og spurði sallarólegur... mamma þarftu ekki að skutla mér á æfingu ?? Kettlingarnir 3 sem alið hafa hér manninn fyrstu 3 mánuði ævi sinnar hrutu svo bara á meðan í kofanum sínum sem við græjuðum fyrir stuttu með hitaperu og sæng og minnir kofinn helst á ákveðinn atvinnugeira í Amsterdam !!! hvað er að frétta ... ? Á endanum hringdi ég örvæntingarfull og pirruð í eiginmanninn sem kom og bjargaði mér frá því að missa vitið... Nú sit ég hér og blogga um þetta allt saman, orðin of sein á foreldrafund og reyni að borða eggjaflatköku með kjúkling !! engin kaldhæðni hér á ferð.. En þið kannist nú örugglega við þetta allt saman. Málið er samt að brosa bara að þessu öllu og anda rólega inn og út.. t.d. í pappírspoka.

Husk, egg og beikonsmurostur piskað saman og steikt, fyllt með því sem hentar :)
Legg ekki meira á ykkur eftir þennan dag :)

 
Brattur sem finnur sér alltaf hlýjan stað

No comments:

Post a Comment