Thursday, September 25, 2014

Ömmuloka

Það kannast væntanlega fleiri en ég við að þrá sveitta samloku eða pizzu eftir næturbrölt og ég hef áður póstað uppskriftum af þessháttar samlokum í samlokugrilli. Mig langaði hinsvegar núna að steikja hana upp úr smjöri og gera svona ekta "ömmusamloku" æ bara smá persónulegar minningar á ferðinni. Brauðið þurfti að gera hratt og örugglega því mallinn var farinn að garga og ekki átti ég neitt tilbúið svo úr varð einskonar deighræra í matvinnsluvélinni sem ég smurði á bökunarplötu. Bakaði þetta svo á merkilega stuttum tíma og skar niður í 8 parta. Brauðin voru smurð með smá mæjó (Hellmans) enda bauð líðanin ekki upp á fleiri gloríur í eldhúsinu og svo var osti og skinku skellt á milli. Steikt á sveittri pönnu með íslensku smjöri og eftir merkilega stuttan tíma.. (hefði pottþétt ekki verið búin að fá Dominos slæsuna heim á sama tíma), þá var þessi girnilega loka mætt á diskinn. Brauðið sjálft er líka gott í brauðrist daginn eftir ef það er einhver afgangur. Njótið kæru lesendur.


Osta og skinkuloka
50 g kotasæla ( ath. gleymdist að setja inn í upphafi )
30 g sesammjöl
50 g möndlumjöl
50 g sólblómafræ
1 tsk lyftiduft
2 msk HUSK
dash xanthan gum ef þið eigið
salt
2 egg
1 dl vatn

Aðferð:
Ég malaði aðeins þurrefnin í matvinnsluvélinni minni, bætti svo eggjum og vatni við og
smurði deiginu á smjörpappír. Bakaði í ofni 180 gráður í 10 mín ca. Skar svo niður í 8 parta og smurði hverja sneið með smá mæjónesi, bætti við rifnum osti og skinku og svo steikti ég samlokurnar á pönnu upp úr smjöri  gott að hafa Hlöllasósu með þessu  eða búa til sykurlausa kokteilsósu.

No comments:

Post a Comment