Sunday, September 14, 2014

Skonsudagar

Enn og aftur kemur Tóta mágkona við sögu í tilraunabakstrinum mínum en hún er sérfræðingur í skonsugerð og hefur notað spelthveiti í sinni uppskrift upp á síðkastið til að gera þær ögn hollari. Ég vildi hinsvegar taka þetta alla leið og umbreyta öllu í "löglegt" LKL innihald og eftir nokkrar tilraunir eru þessar skonsur bara orðnar ansi góðar og nánast eins og Tótuskonsur, svei mér þá. Ég bætti nýlega við kotasælunni og þá kom ansi gott bragð sem fullkomnaði fyrir mér útkomuna.
Tótuskonsur:
3 egg
1 msk sæta,Via Health fínmalað t.d.
1 tsk lyftiduft eða matarsódi
2 msk husk, grófa úr pokunum
1/2 tsk vanilludropar
kúfuð msk kókoshveiti
saltögn
1 kúfuð msk kotasæla
1/2 tsk xanthan gum, ekki nauðsynlegt en gerir alveg helling :)
 
Aðferð:
Hrærið öllu saman með töfrasprota og þynnið með vatni eftir hentisemi.
Deigið þykknar örlítið og því gott að þynna þar til gott er að ná því upp með skeið og móta skonsuhring á heitri pönnu, eiga ekki að vera þunnfljótandi.
Steikið á viðloðunarfrírri pönnu til að einfalda ykkur lífið, einnig er gott að spreyja aðeins með kókosfeitispreyji eða bræða dálítið af smjöri á pönnunni.
Þessar skonsur geymast vel og eru góðar nýbakaðar og líka daginn eftir :)

No comments:

Post a Comment