Friday, October 31, 2014

Hress, Berlín og smákökur

Mikið obbosslega er langt síðan ég skrifaði hér inn :) Það mætti halda að maður væri voða upptekin með fyrirtæki, 2 verslanir, fjölskyldu á framfæri, fullt hraun af villiköttum, bloggi og matarstússi inn á milli þegar tími gefst. Yfirleitt á þessum árstíma sést ekki hér í matarborðið fyrir perlum, jólaóróum og umbúðum svo þá verður minna um flottheit í eldhúsinu. Annars fórum við hjónin í stutta ferð til Berlínar með vinafólki og náðum að slaka á andlega hlutanum þrátt fyrir að líkaminn væri eins og undin tuska eftir labbið um fagrar götur Berlínarborgar. Læt fylgja nokkrar myndir. Ég vil svo vekja athygli á smákökusamkeppni Via Health sem er að fara í gang og hef ég hugsað mér að taka þátt :) Væri nú ekki verra að næla sér í flotta vinninga þarna. Set uppskriftir inn um leið og þær fæðast.
Svo eru Hressleikarnir um helgina og eins og alltaf get ég ábyrgst að það verði skemmtilegir 2 sveittir tímar sem við hjónin munum svo sannarlega njóta, eða allavega eftirá. Það er alltaf svo gaman að gefa og er enn hægt að næla sér í happadrættismiða í Hress Hafnarfirði og leggja góðu  málefni lið.
 


Kíkið á þetta ef þið viljið keppa um bestu sykurlausu smákökuna :)


No comments:

Post a Comment