Monday, October 20, 2014

Hrollvekjandi hrekkjavaka

Hrekkjavaka er haldin 31 október, kvöldið fyrir Allraheilagramessu samkvæmt hefðinni. Systir mín ákvað þó að taka forskot á sæluna og sló upp heljarinnar veislu laugardaginn 18. okt til að fagna nýjum veislusal sem þær stöllur reka og um leið hélt hún starfsmannapartý fyrir Volcano Design.
Þar sem fjölskylda mín er ekki vön að gera hlutina með hangandi hendi þá var farið nánast alla leið í búningahönnun og gervum. Að þessu sinni ákváðum við hjónin að endurvekja Regan, sem Linda Blair lék svo eftirminnilega í hryllingsmyndinni The Exorcist og að sjálfsögðu fylgdi presturinn henni allt kvöldið og reyni að særa út illa anda með misgóðum árangri. Við létum ekki nægja að útbúa búninga því ég og sonurinn ákváðum að bæta við stuttmynd sem við gerðum kvöldið áður og sýna hana áður en hjónin á Brúsastöðum myndu ganga í salinn, eða réttara sagt skríða í salinn. Talandi um athyglissýki á hæsta stigi !!! Jæja atriðið heppnaðist víst nokkuð vel og heyrði ég að sumir hefðu verið virkilega hræddir við þennan óskapnað, MIG en makeup gerir svo sannarlega kraftaverk, ég er ekki alveg svona slæm. Ælan á bringunni er úr hafragraut sem ég hef ekki smakkað sjálf í rúmt ár en lyktin var afar góð. Veitingarnar voru að sjálfsögðu í anda þemasins og lagði ég til sykurlausar bollakökur með rjómaostakremi, flugum og vampírubitum sem runnu ljúflega niður. Ég verð að sýna ykkur myndirnar úr þessari gleði og takið eftir sniðugu skreytingunum sem komu úr smiðju móður minnar og systur,.. hver á svona stuff á lager ??? Þetta var mjög velheppnað allt saman og gleymist líklega jafn seint og ég næ latexinu úr augabrúnunum á mér og finn aftur á mér iljarnar, en að vera berfætt á steingólfi í 6 klst er ekki að gera neitt sérlega mikið fyrir þær.


 
 
Ég er svo vel gift að ég treysti mér í að líta svona út í eina kvöldstund án þess að hann myndi skila mér. Hann er allavega enn á svæðinu...  held ég.
 


 
Þessar voru girnilegar, kattarskíturinn... ojjj


 
Móðir mín, sem er alls ekki svona hrukkótt og alltaf svo sæt, tek fram að hún keyrði heim í búningnum og í glasinu er pilsner :) Heppin að vera ekki stöðvuð samt í þessari hollingu með Regan og prest í aftursætinu

 
Systir mín sem er meira að segja falleg þótt hún sé beinagrind


Ég og mín ástkæra mágkona Tóta Hólm
 

No comments:

Post a Comment