Thursday, October 9, 2014

Indverskt er best

Ég og dóttir mín eigum sameiginlegt áhugamál, en það er indversk matargerð og eru bragðlaukar okkar alveg á pari þegar kemur að góðu karrý :) Ég fékk mjög góða uppskrift frá henni fyrr í vikunni að Naan brauðum sem ég fékk leyfi til að pósta og mæli ég alveg með að nota nógu mikið af hvítlaukssmjöri með þessum. Passa vel með karrýréttinum mínum og blómkálsgrjónunum t.d. hér.
Naan brauð Mekkínar
 
1 egg
2 kúfaðar msk sýrður rjómi
1/2 dl möndlumjólk
2 msk smjör brætt
(nota 1 msk í deigið, 1 msk til að pensla með í lokin ásamt 1/2 tsk hvítlauksmauki)
20 g kókoshveiti (ca kúfuð msk)
20 g sesammjöl
1 msk HUSK, grófa
1/2 tsk xanthan gum
1/2 tsk vínsteins lyftiduft
1/2 tsk salt
1/2 tsk hvítlauksduft
 
Aðferð:
Hrærið öllu vel saman, verður eins og Hummus, áferðin.
Látið standa örlitla stund og hitið ofninn í 200°c
Mótið litla klatta (gott að nota hanska) og leggið á klædda plötu.
Bakið í 10 mín á háum hita, snúið við klöttunum og penslið með hvítlaukssmjöri.
Lækkið hitann í 180 og bakið í 5 mín ca í viðbót.

Í takt við indversku ástríðuna þá verð ég að mæla með 2 myndum sem ég sá nýlega og sitja hreinlega fastar í huganum á mér. Þetta voru The Lunchbox og svo 100 foot journey sem eru hreint út sagt yndislegar. Mjög ólíkar myndir en báðar þrælgóðar. Ég grenjaði vel á 100 foot journey en ekki út af því að hún væri sorgleg heldur bara svo falleg og góð einhvernvegin. Ahhh fæ alveg gæsahúð að hugsa um hana. Allir í bíó þeir sem ekki hafa séð og hafa gaman af fallegum sögum og ástríðufullri matargerð.
 

 
 

No comments:

Post a Comment