Sunday, November 30, 2014

Aspasréttur á sunnudegi


 Hvað er að frétta með þetta veður ? Ég fann mig knúna til að skella í eitthvað saðsamt og huggandi í þessu rokrass... og úr varð skinku og aspas pæ sem er svo einfalt að hálfa væri helmingur.
Ég hef verið arfaslök á blogginu undanfarið því vinna og loðnir ferfætlingar án heimilis hafa tekið upp allan tímann minn. Er einmitt að skipuleggja Jólabasar nk laugardag 6.des sem verður haldinn í sal systur minnar Síðumúla svo ef þið viljið kíkja á ekta fatamarkað og jafnvel fjárfesta í prótótýpum og efnisströngum frá Volcano Design þá eruð þið velkomin. Allur ágóðinn sem við systur nælum okkur í mun renna til félagsins Villikettir :) Gaman að því. En endilega skellið í eitt svona pæ það er geggjað gott.

Aspasréttur á sunnudegi
 
4 egg
100 g rifinn ostur
100 g brytjuð skinka
100 g aspas úr dós
2 msk husk
salt og pipar
1 dl rjómi
 
Aðferð:
Pískið öllu vel saman og hellið svo í smurt eldfast mót.
Bakið á 180°c í 15-20 mín, bætið rifnum osti ofan á pæið og bakið áfram í 5 mín ca.


 
Hér er svo auglýsing vegna Jólagleðinnar góðu.
 

No comments:

Post a Comment