Monday, December 8, 2014

Föndur

Nú er mín bara lítið búin að elda af mat undanfarið, en hef aftur á móti föndrað smá úr mat :) Gaf mér nokkra tíma í að leika mér með matarsóda og kartöflumjöl eins og margir eru að gera þessa dagana og bjó til pakkaskraut. Þetta kemur enn betur út heldur en saltdeigið sem ég gerði í fyrra og fallegri áferðin á þessu deigi.
Þau eru svo auðvitað bara snilld mótin frá Allt í köku í Kópavoginum, gerir þetta fallega skraut allt svo miklu meira alvöru :) Svo er algjör snilld að brjóta jólatré í origami stílnum úr gjafapappír, ljósritunarblöðum eða origamipappír en þau punta svo sannarlega stofuna, jólapakkann eða gluggana.
Jólapakkaskraut
 
100 g kartöflumjöl
300 g matarsódi
200 ml vatn
 
Aðferð:Hitið allt saman í potti á lágum hita og þegar deigið fer að þykkna þá er það tilbúið. Um leið og hægt er að hræra deiginu upp í kúlu þá má taka pottinn af hellunni og
kæla. Hnoðið svo vel deigið á mottu og notið kartöflumjöl ef það er of blautt. Svo má skera út fallegar stjörnur eða hjörtu, þrykkja mynstri ofan í eða hvað sem er. Notið sogrör til að
búa til gat fyrir borða og leyfið svo skrautinu að þorna yfir nótt eða tvær. Það er líka hægt að baka skrautið en mér fannst koma betur út að leyfa því að þorna sjálfu.
 

No comments:

Post a Comment