Friday, December 19, 2014

Óskalistinn

Nú ætla ég á misnota aðstöðu mína og droppa hér nokkrum óskasprengjum, aðallega fyrir eiginmanninn sem á alltaf mjög erfitt með að finna eitthvað til að gefa frúnni í jólagjöf og finnst hún afar erfið þegar kemur að gjafavali. Hann man reyndar aldrei eftir neinum þeim hugmyndum sem ég er búin að gauka að honum síðustu 11 mánuðina svo hér berst þér hjálp minn kæri. Æ svo á ég afmæli 31.des svo höfuðverkurinn er tvöfaldur hjá mínum spúsa. Og já svo ef einhver á eftir að græja eitthvað handa mér þá er tækifærið hér. Ég er með frekar massívan óskalista en ef þið sameinist kannski 15-20 þá er mögulega hægt að finna eitthvað sem hentar buddunni hi hi djók! Til að forðast allan misskilning þá er þessi póstur ekki styrktur af neinum fyrirtækjum enda hef ég ööörsjaldan fengið sendingar heim að dyrum að launum fyrir bloggfærslur mínar. Ég fæ jú stundum hráefni í tilraunabakstur sem endar jafnvel í hænunum og villikattargreyjunum en að öðru leyti er bloggið mitt ekki mín tekjulind :) Ég fékk jú reyndar einu sinni grjónapúða/hitabakstur frá yndislegum hjónum sem komu hér færandi hendi og þökkuðu mér fyrir uppskriftirnar á netinu. Sú gjöf stendur uppi í mínum huga og ég nota hana mikið. Sælla er að gefa en þiggja er mitt mottó og ef hægt er að nýta sér þessa vitleysu í mér og tilraunastúss í eldhúsinu þá er það besta mál, allavega þegar ég hef tíma. En nú er komið að óskalistanum góða :) Eruð þið ekki spennt ?


 
Þennan disk ættu allir að eiga, er búin að róa niður taugarnar hjá mér síðustu vikurnar í búðinni minni og ég væri alveg til í að eignast eitt eintak sjálf, Sunna svila mín þú reddar því er það ekki ?
Ljúf íslensk djasslög sem allir raula með, ótrúlegt hvað fólk kann marga texta.

 


Hef lengi viljað eignast almennilegt hjól og hjóla um allt, bókasafnið, kaffihús, blómabúðina og koma kannski við hjá slátraranum og á grænmetismarkaðnum.. mmm í hvaða bíómynd býrð þú María ?


 
Ok kannski pínu tengt mér en kom on, þessi föt hennar systu hjá Volcano Design eru bara svo falleg og klæðileg og yrðu það eflaust á mér, mér sýnist módelið nefninlega vera með svipaðan háralit.. svo þetta er gefið !
 
 
Þarf að ræða þetta eitthvað ?
 

 
Þessi krem þekki ég aðeins og get alveg mælt með, sem og mælt með því að einhver gefi mér bara alla vörulínuna eins og hún leggur sig :))))

 
Já takk, spennandi jól fyrir mig,þreytta verslunareigandann, annars sofna ég ofan í formálann..
 

 
Þessi lofar líka góðu og hver veit nema maður gæti lesið tvær fram að áramótum.

 
Ég myndi ekki kasta þessum skóm neitt út úr rúminu , Marta Jóns þú ert með þetta...

 
Hver vill ekki hafa það notó í klukkara með panflautum og ólífuolíu ? Gæti vel hugsað mér nuddtíma í jóló... hint hint Tóta

 
Sko ef ég á að geta bloggað áfram þá er kominn tími á endurnýjun á síma. Minn er orðinn ansi smjörleginn og búinn að hitna vel á alla kanta eftir að þurfa að mynda hálfbakaðar kökur á 180°C fyrir bókaskrif eigandans..

Talandi um matreiðslubækur, þessi dama er auðvitað bara einn brandari og allt sem kemur frá henni fær mig til að skella upp úr. Ég mun líklega ekki borða mikið af uppskriftunum í bókinni en ég get étið textann upp til agna. Og mér finnst bókakápan fyndin.
 

 
Leikhúsmiðar í Borgó eða Þjóðó, ekki slæm hugmynd :) Elska leikhús og skammast mín fyrir lélega mætingu í vetur..

 
Ok uppseld kannski en hey, hefur maður engin sambönd hérna ??

Ég er ekki merkjasnobbari á nokkurn hátt, á ekki milljón Ittala krukkur og glös.. jú ok ég á nokkur, en ég á t.d. ekki Omaggio vasagreyið...hmm já það er fín hugmynd líka á listann ! En þessir stólar eru ekki bara bjútífúl heldur líka gott að sitja á þeim hef ég heyrt :) Love it.
 
Þessi dásamlegu rúmföt eru víst til í H&M, Mekkín mín og Arnar Danmerkubúar, smá hint á ykkur :)
 
Litla flugan eftir vinkonu mína hana Olgu Perlu í Gling Gló er nú bara kjútípæ og færi mér ábyggilega gasalega vel. Ég er sko meira gyllt Börkur minn !
 
 
....Jæja er þetta ekki orðið gott, elsku eiginmaður, jólasveinn, börn, ömmur og frænkur... það er allavega ekki hægt að segja að maður eigi ALLT hahah.
 
Gleðileg Jól öll og hafið það notalegt yfir hátíðirnar.
Auðvitað óska ég þess svo heitast og best að eiga góðar stundir með fjölskyldunni og frábært ef við náum að spila svolítið og hlæja, laus við síma og tölvur, það er svo agalega gott fyrir andann. 
Elska ykkur öll !
 
 

No comments:

Post a Comment