Friday, December 12, 2014

Piparkökur og rauðlaukssulta

Já það er víst hægt að nota kökumótin fyrir annað en skrautmuni úr matarsóda svo ég ákvað að hræra í eina piparkökuuppskrift sem kom bara nokkuð vel út. Ég er með aðra hér á blogginu en ég breytti henni töluvert og er ekki frá því að deigið sé skemmtilegra að vinna með enda xanthan gum töfraduft fyrir lkl bakstur. Svo heppnaðist rauðlaukssultan mín svo vel hér í vikunni að ég ákvað að deila henni með ykkur. Eigið góða helgi og ekki láta ykkur verða of kalt. Mæli ekki með lungnabólgu um jólin.


 
Piparkökur bakarastelpunnar
 
130 g fínmalað möndlumjöl (grænu pokarnir frá Funksjonell)
20 g kókoshveiti
1 tsk vínsteinslyftiduft
1 tsk engifer
3 tsk kanell
1 tsk negull
1/2 tsk pipar
8 msk sukrin gold
100 g mjúkt smjör
2 eggjahvítur
1/2 dl rjómi
1/2 tsk Xanthan gum
15 dropar stevía Via Health
 
Aðferð:
 
Þeytið saman smjörið og sukrin gold. Bætið svo við rjóma og eggjahvítum og að lokum þurrefnunum. Hrærið í góða kúlu og geymið hana í kæli í dágóðan tíma, best yfir nótt.
Fletjið út deigið og skerið karla og kerlingar úr deiginu. Bakið í u.þ.b. 15 mín á 160°c en fylgist með að kökurnar brenni ekki.
Látið kólna vel og skreytið svo með glassúr.
 
Glassúr:
30 g Sukrin Melis eða fínmöluð Via Health sæta
1/3 tsk xanthan gum
1 msk eggjahvíta
5 dropar stevía
 
Aðferð:
Hrærið og þynnið með smá vatni ef þörf er á.
Skreytið og njótið.
 
 
 
Rauðlaukssulta:
 
3 rauðlaukar
1 msk smjör
2 msk sukrin gold
2 msk rauðvínsedik
salt og pipar
2 msk þurrkuð trönuber, gefur mjög gott bragð
 
Aðferð:
Steikið laukana upp úr smjörinu, látið edik saman við og sukrin gold og hrærið vel í.
Þegar edikið hefur gufað upp að mestu þá er laukurinn tilbúinn. Mjög góður með kjöti og grafinni gæs t.d.
 

No comments:

Post a Comment