Monday, December 1, 2014

Súkkulaðibúðingur án sykurs og súkkulaði

Súkkulaðibúðingur án sykurs og súkkulaði, hljómar ótrúlega, því yfirleitt er einhversskonar súkkulaði brætt út í rjóma til að búa til þennan ljúffenga eftirrétt.
Það er alveg hægt að fara milliveginn og nota kakóduft og sykurlausri gervisætu til að ná fram sömu áhrifum, allavega brosti ég hringinn eftir þennan ljúffenga eftirrétt í gærkvöldi.

Súkkulaðibúðingur
 
4 dl laktósafrír rjómi (Arna) má líka nota venjulegan
2 kúfaðar msk Via health fínmöluð sæta
1 kúfuð msk kakó
1 tsk vanilludropar
4-8 dropar stevíu án bragðefna eða vanillu
 
Aðferð:
Sigtið sætu og  kakó út í hrærivélaskál, hellið rjómanum fljótandi út í og bætið við vanillu og stevíu.
Þeytið nú eins og um venjulegan rjóma sé að ræða og þegar toppar myndast í skálinni er rétturinn klár.
Skerið niður jarðaber í fallegar skálar og svo er extra smart að sprauta búðingnum í skálina. Kælið og njótið svo eftir matinn.
 

No comments:

Post a Comment