Thursday, January 22, 2015

Kjúklingur í parmesanraspi

Ég ætla nú ekki að skrifa mikið í þessu bloggi en eftir að ég prófaði þessa útfærslu af kjúkling sem ég sá á netinu, reyndar með hveiti og leyfði systu að smakka þá vildi hún endilega fá uppskriftina svo hér er hún Katla mín. Ég nota möndlumjöl í stað mjöls og það kemur algjörlega í staðinn fyrir raspið. Þetta er einfaldur og hrikalega góður réttur og ekki skemmir sósan :)
Kjúklingur í parmesan
 
60 g parmesan ostur
2 msk mæjónes (gerði mitt eigið, en Hellmanns er líka fínt)
2 msk ljóst möndlumjöl
2 tsk eðalkjúklingakrydd
timian, steinselja eða anna krydd eftir smekk

hræra vel saman og smyrja þessu á bringurnar
 
Hita í ofni á 210 gráðum í ca 25 mín


 
Hvítlaukssósa
 
2 msk sýrður rjómi
1 msk mæjónes
1 tsk steinselja
salt
sítrónukreista
4-6 dropar via health stevía
1/2 tsk hvítlauksmauk
 
Hræra öllu saman og njóta


No comments:

Post a Comment