Wednesday, January 28, 2015

Sælkerabrauð

Sæl öll, í vikunni bakaði ég alveg geggjað brauð eftir uppskrift frá vinkonu minni henni Sibbu og leyfði hún mér að birta hana hér ykkur vonandi til ánægju. Hún Sibba og maðurinn hennar Eddi Arndal eru fólkið á bak við Carb Back Loading og carb nite síðuna sem notið hefur miklla vinsælda á fésbókinni. Þau eru einkaþjálfarar alla leið úr Þorlákshöfn, þeim krúttlega bæ. En það er ekki bara höfn og Herjólfur í Þorlákshöfn sem futt hefur þorra íslendinga í eyjarnar heldur er líka frábær sundlaug í bænum og yndislegt kaffihús sem kallast Hendur í höfn, mæli hiklaust með sunnudagsbíltúr á þessa staði. En aftur að einkaþjálfarahjónunum. Þau eru ofsalega dugleg að halda úti síðunni sinni sem og bjóða upp á fyrirlestra um prógrammið sem þau fara eftir og eru þessi kvöld bæði fróðleg og skemmtileg enda þau hjónin bráðfyndin.  Endilega kynnið ykkur fræðin þeirra sem svipar mikið til LKL mataræðisins en með breyttu áherslum þó. Og prufið að baka brauðið það er geggjað, ekki láta ykkur bregða ef sólblómafræin verða græn í bakstrinum en það er bara eitthvað sem gerist :) Hægt að baka brauðið í silikonmúffuformi líka og gera bollur.

Lágkolvetna sælkerabrauð


1 dl hörfræ
1 dl sólblómafræ
1 dl sesamfræ
1 dl graskersfræ
2 dl möndlumjöl
1 dl kókosmjöl eða kókoshveiti ( ég notaði tæpan dl af kókoshveti)
1 dl olía
4 egg
3 msk lyftiduft
1-2 msk trönuber
1 dl vatn
smá salt

Öllu blandað saman. Bakað í vel smurðu formi eða sílikonformi við 180°C í 40 mínútur

 

3 comments:

  1. Er þetta rétt að það séu 3 matskeiðar lyftiduft??

    ReplyDelete
  2. sama spurning og hér að ofan, eru virkilega 3 msk?

    ReplyDelete