Wednesday, February 11, 2015

Ástarterta með eldrauðu hlaupi

Þessi sló í gegn hjá gamla mínum, eða honum fannst hún "obbossins" góð eins og hann er vanur að segja enda er átrúnaðargoðið hans Gunnar á Völlum, sá fyndni drengur. En að kökunni, þetta er dálítill útúrsnúningur á Sítrónutertuna sem ég póstaði hér í fyrra og stendur enn fyrir sínu en nú er botninn með salthnetum og kirsuberja jell-o með frosnum hindberjum eru á toppnum á þessari.

Fersk og góð kaka með passlega sætu bragði sem ætti að henta vel á Valentínusarborðið eða í hvaða partý sem er. Hún batnar með aldrinum eins og flestar ostakökur en hún er löngu búin hér svo það breytir engu. Fljótlegt og gott, kemur öllum í gott skap.


Salthnetu ostakaka með kirsuberja jell-o og hindberjum.
 
Botn:
80 g möndlumjöl gróft
40 g brætt smjör
50 salhnetur malaðar
30 g Via Health strásæta með stevíu
 
Fylling:
400 g rjómaostur
1 peli rjómi léttþeyttur
1 msk matarlímsduft ( fæst í bökunardeildunum )
100 g Via Health fínmöluð strásæta
1 tsk vanilludropar
 
Toppur:
250 g frosin hindber eða jarðaber
1 Jell-o pakki sykurlaus (fæst t.d. í KOSTI) cherry eða strawberry sugarfree
300 ml sjóðandi vatn
 
Aðferð:
Blandið saman mjöli og hnetum við smjör og sætu, hellið í eldfast mót og bakið í 10 mín við 170°c
Þeytið rjómann létt og takið til hliðar, þeytið næst rjómaostinn saman við sætuna og vanilludropa ásamt matarlímsduftinu.
Blandið rjómanum saman við og þeytið vel.
Hellið fyllingunni út í eldfasta mótið þegar það hefur kólnað ögn og dreifið úr henni. Kælið í ískáp.
Á meðan er hægt að útbúa Jell-o toppinn, sjóðið vatn og hellið í skál ásamt Jell-o duftinu. Hellið frosnum berjunum saman við og hrærið vel.
Þegar blandan er farin að kólna nokkuð þá er henni hellt yfir ostakökuna og hún kæld aftur. Berið fram þegar jell-o ið hefur stífnað
.

No comments:

Post a Comment