Friday, February 6, 2015

Bóndadags sprengjan

Jæja seint blogga sumir en blogga þó. Ef ég ætti sirka einn klukkutíma í viðbót í sólarhringnum þá gæti ég verið duglegri hér en held samt að ég sé að nýta tímann minn alveg 100% svo þannig er það bara. Pabbi hafði nú á orði þegar hann mætti í opnunina hjá okkur systrum og mökum  í nýju versluninni í gær og horfði yfir allt skartið, hárböndin og dúlleríið í öllum hornum að hann hreinlega skildi ekki hvenær ég hefði tíma í að gera þetta allt !! Æi sætt en ég skal alveg viðurkenna að ég nýti hverja einustu mínútu í vinnu eða einhversskonar dútl og ég fer aldrei í Candy crush eins og ég hef eflaust talað um áður :) Tími ekki mínum dýrmæta tíma í eitthvað tilgangslaust (að mínu mati) leikjastúss. En allavega ... ég og Katla systir ætlum að bjóða upp á klúbbakvöld í búðinni okkar á Laugaveginum í vetur og verða þau á fimmtudagskvöldum. Við kynnum fyrirtækið og hugmyndafræði okkar á bak við verslunina og svo verður matur borinn á borð, súpa, brauð og einhver gómsætur desert.. Hann er einmitt kveikjan að blogginu hér.. Ég gerði þessa súkkulaðisprengju handa bóndanum mínum á bóndadaginn síðastliðinn og rann hann ljúft niður. Hann er þrusueinfaldur og þarf rétt að kæla hann áður en hægt er að bera fram. Ekkert vesen.

 Bóndadagssprengja

50 g sætuefni
250  ml kókosolía
40 g kakó
2 tsk vanilla
50 ml möndlumjólk eða kókosmjólk
10 dropar Via Health stevía

Hitið kókosolíuna, blandið síðast öllu saman með töfrasprota, hellið í form og kælið. Gott að bera fram með ristuðum pecanhnetum, þeyttum rjóma og hindberjasósu :)


  Svo verð ég aðeins að monta mig af nýju versluninni okkar , Systur og makar Laugavegi 40, nú eru það tvær búðir ein í Reykjavík og önnur á Akureyri, á 5 mánuðum og geri aðrir betur :)

Ein nýjungin, svona bara til að fimmtudagskvöldin hjá okkur systrum verði ekki ónýtt !!No comments:

Post a Comment