Friday, March 6, 2015

Kanilsnúðar fyrir lasarus

Pínu upprifjun hér hjá mér lasarusnum sem langaði svo í snúð þegar ég sá systur mína á snappinu gæða sér á einum slíkum og þar sem ég legg ekki einu sinni í bílferð í bakaríið þá varð úr að gera hollustu útgáfuna mína. Katla mín þú prófar þessa næst :) Við erum sko að taka "Mega mars" í hreyfingu og mataræði sem byrjaði ekki betur en að undirrituð lagðist í rúmið með flensu.. en munið að 50-70% hollusta er betri engin... er það ekki.. jæja farin að gæða mér á snúð og  kaffi.  
Kanilsnúðar á 5 mín í öbba

 20 g kókoshveiti( rúmleg msk)
1 rúm msk HUSK grófa
10 g sukrin melis
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1 egg
1/4 tsk vanilludropar
2 msk vökvi(vatn, möndlumjólk, rjómi)
örfá saltkorn
 
Aðferð: 

Hrærið þurrefnum og svo bætið þið við egginu og vökvanum, hrærið soppuna þar til hún er kekkjalaus með gaffli t.d.
smyrjið deiginu í lítinn ferning á plastfilmu og látið standa þar þar til búið er að gera fyllinguna.

 

Fylling:
1/2 msk brætt smjör
1 msk sukrin
1 tsk kanell

 Hrærið saman kanelsykri og bræðið smjörið. Dreifið kanelsykrinum yfir deigið og látið svo smjörið drjúpa varlega yfir allt saman. Rúllið upp snúðunum með plastfilmunni og skerið í 9 litla snúða. Setjið yfir á smjörpappír og bakið í örbylgjunni á hæsta styrk í 2.30 mín.
Leyfið snúðunum að anda aðeins og kólna áður en þeirra er neytt. Eggjalyktin hverfur fljótt ;)

Þetta ætti ekki að taka mikið meira en 5 mín, kannski 10 mín með tiltekt :)

1 comment: