Monday, May 18, 2015

Morgunmúslí fyrir dótturina

Jæja held ég sé komin með nýtt æði fyrir morgunmat núna, komin með pínu leið á eggjunum. Og já halló halló mín mætt aftur á svæðið. Ég er bara svo hrikalega bissý týpa núna í félagsstörfum, búðarrekstri, uppeldi og kisustússi að ég hef hreinlega engan tíma í bloggið ... nema núna, gef mér smá tíma meðan kjúllinn grillast.  En aftur að morgunmataræðinu, hún dóttir mín sendi mér skilaboð um daginn og bað mig um uppskrift af góðu múslí sem hún gæti gert með ab mjólkinni sinni. Ég fann eina gamla uppskrift sem ég sendi henni en prófaði svo að gera einn skammt fyrir mig og breytti henni auðvitað eins og ég geri nánast alltaf  !!! En þetta er s.s. morgunmúslí sem passar svona ljómandi vel með Örnu ab-mjólkinni sem er laktósafrí. Hún er ekki mjög fiturík en hneturnar gefa góða fitu á móti.

Morgunmúslíið hennar ungfrú uppteknu:
 
2 dl möndlur með hýði
2 dl pekanhnetur
2 dl valhnetur
1 msk Sukrin gold ( í brúnu pokunum)
1/2 - 1 tsk gróft salt
4 msk hörfræ
4 msk þurrkuð trönuber
 
 
Hitið pönnu og skellið hnetunum á hana, dreifið Sukrin gold yfir og salti og hrærið vel á meðan pannan hitnar. Þegar hneturnar hafa dökknað er pannan tekin af hellunni.
Kælið hneturnar og setjið þær í matvinnsluvél í stutta stund. Betra að grófamala hneturnar í múslíið að mínu mati. Blandið nú saman þurrkuðum trönuberjum og hörfræjum og geymið í lokaðri krukku.
Þetta er mjög bragðgott og seðjandi og algjör snilld með ab mjólk og skyri :)
 

Þessi snilldar saltstaukur fæst hjá
 og ég er að elska hann, helli saltinu fyrst í stærra ílátið og svo er minni skammtur í litlu krukkunni ofan á og get ég því auðveldlega hagað mér eins og meistarakokkur í eldhúsinu :) kíkið á þetta hjá henni Hönnu :)  
 

3 comments: