Lágkolvetnafæði - spurningar og svörNú þegar er LKL æðið nánast í hámarki, flestar vörur tengdar mataræðinu uppseldar hjá heildsala, bókin hans Gunnars Más komin í aðra prentun og umræðan í þjóðfélaginu er eftir því, sumir með, aðrir á móti.

Ég hef verið að fá sífellt fleiri spurningar varðandi mitt mataræði og hvernig ég hafi náð árangri og ég verð hreinlega að koma þessu að: Árangur fæst aðeins með því að fara eftir settum reglum! Þú getur ekki "vonast" eftir 100 % árangri á skjótum tíma ef þú ætlar að taka svona mataræði 70 % eða byrja rólega, slaka á um helgar eða halda inni nokkrum gömlum hefðum sem erfitt er að venja sig af. Það er að segja ef þú VILT og ÆTLAR að ná sama árangri og náunginn eða vinkonan í ræktinni.
 
Það er enginn að pota svona lífstíl upp á neinn og ef ÞÚ vilt og langar að ná árangri þá er það algjörlega undir þér komið og ekki vænlegt að miða við konuna eða manninn á næsta borði. 

Ég las einhverstaðar að ef þú ætlar að prófa lág kolvetna mataræði þá er stundum vísað í slagorð NIKE, "Just do it" ! en þá þýðir ekki að drekka áfram appelsínusafann sinn á morgnana, borða hafragrautinn sem er svo ómissandi eða fá sér áfengi í óhófi í hverri viku. Það segjir sig sjálft að svindl er svindl og yfirleitt kemst upp um svindlarana.

Best er að líta á mataræðið sem breyttan lífstíl í styttri eða lengri tíma. Ekki láta hátíðir og veislur framundan hægja á því að ná settu markmiði, það koma páskar eftir þessa páska og veislur verða haldnar áfram komandi ár hvort sem þú ert í "átaki" eða ekki. Þú metur svo hvort þér finnist sykurinn áfram ómissandi eða haframjölið og ákveður framhaldið. Ég fæ þessa spurningu ansi oft núna, "og hvað ætlar þú að halda þessu áfram ?" Halda hverju áfram, ég borðaði "fitulitlar" vörur í 6 ár, ég kannski bara borða "fituríkar" vörur næstu 6 árin ef mér líður vel á þeim :)  

Fæðutegundalistinn sem er "leyfilegur" er ótrúlega langur og það er vænlegra að líta á það sem "MÁ" fá sér frekar en það sem er "BANNAÐ" og tek ég aftur fram, þ.e.a.s. ef markmiðið er að ná einhverjum árangri á þessu mataræði, hvort sem það er hugsanlega í fitutapi, betri heilsu, bjúglosun, bólgueyðingu, lausn við sveppasýkingum, uppþembu, þreytueinkennum, þunglyndi eða t.d. glúteinóþoli, en það hefur sýnt sig að lág kolvetna mataræði hefur mjög góð áhrif á þessi atriði. 

Hvort sem þú tileinkar þér svo lífstílinn í styttri eða lengri tíma er svo undir þér komið og ef þú finnur að þú hefur náð góðri stjórn á blóðsykrinum þá bætir þú við því sem þú treystir þér í og eykur kolvetnainntöku t.d. með grænmeti eða einhverjum ávöxtum sem þú hefur saknað. Enginn að segja að öll kolvetni séu frá djöflinum, síður en svo.

Sykur er og verður samt alltaf ávanabindandi og eins og með alla kúra, mataræði og lífsstíla þá getur  árangurinn fokið út um gluggann ef gamlar venjur eru teknar upp aftur, það segjir sig sjálft og hver heilvita maður áttar sig á því. Þetta er svo einfalt reikningsdæmi: árangur næst með aga, vilja og eftirfylgni. Engin skyndilausn getur rifið af neinum nokkur kíló eða breytt líðan án þess að viðhalda þurfi sömu hegðun áfram meira eða minna. Ég persónulega er búin að glíma við það síðustu árin að rokka upp og niður á vigtinni, finnst ég knúin til að mæta reglulega í ræktina svo ég missi ekki niður alla þá vinnu sem ég lagði í púkkið í upphafi og er alltaf, eins og margir að leita að hentugustu lausninni sem hentar mér og mínum til að viðhalda góðri heilsu og komast í fötin mín líka, því að sjálfsögðu hefur bætt sjálfsmynd áhrif á líðan fólks.

Lág kolvetna fæði virðist henta mér vel, líðanin hefur sjaldan verið eins góð og orkan jafn mikil síðustu 10 vikurnar. Ég hef líka náð góðum árangri áður fyrr á safakúrnum, danska kúrnum og duftkúrum, en ég held ég sé eins heiðarleg og ég get verið þegar ég segji að núna finnist mér "auðveldast" að halda mér við efnið. Mér finnst ég sjá meiri árangur á styttri tíma í ræktinni, líður ekki eins og ég sé í fangabúðum og muni ekki sjá sykurljósið í nánustu framtíð. Hlakka til næsta dags og hugsa mikið um mat og nýt þess að borða. Stressa mig ekkert upp við að fá boð í partý og veislur, eða skipuleggja bústaðaferðir, ég er við stjórnvölinn, ég ræð mínu mataræði sjálf, ekki hausinn, hormónin eða sykurpúkinn sem flytur inn hjá flestum við fyrsta sykurkorn því miður.

Mæli að lokum með því að fólk kynni sér mataræðið vel áður en það rýkur út í búð og kaupir sér kókoshveiti, HUSK og beikon og íhugi vel hvort það sé "all in" eða sé bara að prófa nýjustu bóluna, því ef þú bætir við fituna en heldur áfram að borða haframjölið, brauðið og kolvetnaríka ávexti þá kemur ekki sama útkoma úr reikningsdæminu og hjá náunganum og þá þýðir ekki að fara í fýlu og kenna fræðunum um og segja, "sko ég vissi það, það er ekkert vit í þessu, ég fitna bara "

Eigið góðan dag elskurnar og köllum nú saman á vorið.. það er ansi kalt í dag.

 

Góð síða um kosti lágkolvetnafæðisins og svör við spurningum sem eiga til að koma upp:
http://heilsusidan.is/node/1313

LCHF - Það sem þú átt helst að borða, og svo er lengri og ítarlegrilisti  hér neðar á ensku:
 • Kjöt: Allar tegundir. Nautakjöt, svínakjöt, kjúklingur, lambakjöt . Kjötfita er í lagi svo og húðin á kjúklingnum.
 • Fiskur og skelfiskur: Allar tegundir. Mælt er með fituríkum fiski eins og laxi, makríl og síld. Forðastu rasp.
 • Egg: Alls konar. Soðin, spæld og eggjakaka - allt í fínu lagi.
 • Nátturuleg fita, feitar sósur: Mælt er með því að smjör og rjómi séu notuð við matargerð. Béarnaise, Hollandaise og fleiri sósur eru í góðu lagi. Kókosolía, ólífuolía.
 • Ofanjarðar grænmeti:Kál, blómkál, spergilkál, Brusselkál. Aspas, kúrbítur, eggaldin, ólífur, spínat, sveppir, agúrka, sallatblöð, lárpera, laukur, paprika, tómatar og fleira.
 • Mjólkurvörur: Hafðu þær fituríkar. Smjör, rjómi, sýrður rjómi, feitir ostar. Varastu mjólk og undanrennu, hvort tveggja er kolvetnaríkt. Forðastu bragðbættar og sykraðr mjólkurvörur
 • Hnetur: Borðaðu gjarnan hnetur, t.d. í stað sælgætis. Gættu þó hófs.
 • Ber: Fáðu gjarnan þau kolvetni sem þú vilt leyfa þér að borða úr berjum, t.d bláberjum og jarðarberjum. Þeyttur rjómi með er í lagi!Lág kolvetna innkaupalistinn, ég mun reyna að finna tíma í að þýða þennan bráðlega:


This low carb grocery list is by no means comprehensive, but should point you in the right direction. My best advice is to stick to eating mostly real foods such as fresh meat, wild caught seafood, fresh vegetables and natural fats like butter. Canned foods like tuna and salmon are helpful in a pinch, when you need something quick and low carb.


Meats and Poultry:

a low carb grocery list includes any type or cut of meat, but for the best health, choose grass fed or organic meats to avoid antibiotic, pesticide and grain residues. Examples include:


• Chicken - whole or parts
•Beef steaks and tips
•Bacon, ham and sausage
•Pork loin, chops or steaks
•Pork or beef ribs
•Beef or pork roasts
•Ground beef
•Ground turkey
Deli Meats - good in a pinch, better than carby alternatives and so I'm including them in this low carb grocery list:

•Cold cuts such as turkey breast and pastrami (check for added sugars)
•Pepperoni sticks or slices
•Salami and bologna
•Proscuitto

Sjávarfang:

any type or kind, preferably wild caught as Omega 3 fat levels will be higher. Examples include:

 

•Fresh or frozen, easy-to-peel shrimp
•Fresh or frozen fish
•Tuna in oil or water
•Fresh or canned salmon
•Fresh or frozen scallops
•Crab


Mjólkurvara:
 
•Eggs
•Heavy cream
•Sour cream
•Cream cheese
•Butter
•Cheese: hard cheeses such as cheddar and parmesan
•Cheese: soft cheeses such an muenster and farmer
•Greek yogurt, plain, full fat. Carb count should be less than 7 per serving.
Grænmeti í lág kolvetna geiranum
 
•Bell peppers
•Broccoli
•Cucumbers
•Cabbage
•Cauliflower
•Lettuce: large leaves to act as the "bread" for sandwiches
•Leafy green vegetables such as spinach and kale
•Onions and garlic: for flavorful cooking
•Sprouts for salads
•Summer squash such as zucchini
--------------------------------------------------------------------------------
 
--------------------------------------------------------------------------------
Hnetur og fræ:
 
•Nuts: almonds, hazelnuts, pecans, walnuts, and especially macadamias. These last long if you keep them in the freezer
•Seeds: sunflower, pumpkin and sesame seeds
Ávextir:
•Avocados: great snack with lemon juice or balsamic, or make guacamole for dipping low-carb veggies
Optional once weight and health are stabilized. Some people can handle the sugar in fruit and still be healthy and slim, others can’t. If you indulge, pick fresh local fruit in season, and stick to berries which are lower in sugar.
• Eat fresh fruit with a fat (peanut butter, whipped cream, cheese). It slows the blood sugar spike.
Búrið:
 
•Canned tuna, salmon, crab, shrimp, sardines, anchovies
•Vienna sausages, canned luncheon meat (Spam or Treet) (good in a pinch, but go light on processed meats, as real meat is healthier.)
•Tomato products: canned tomatoes and tomato paste (look for the brands with the lowest carb count)
•Sauces: Pasta sauce, pizza sauce and alfredo sauce with no added sugar or thickeners
•Low-carb veggies: green beans, greens, okra (check labels for no added sugar), sauerkraut
•Canned vegetables: green chiles, roasted red peppers, chipotle peppers, mushrooms, artichoke hearts, sun-dried tomatoes in oil (a little adds lots of flavor), hearts of palm
•Chicken and/or vegetable stock
•Nut butters (natural, unsweetened). These need refrigeration after opening.
 Condiments
• Sugar-free dill pickles or relish: use for tuna or egg salad
• Mustard (except sweetened mustards, especially honey mustard)
• Cider and wine vinegars (use balsamic vinegar sparingly)

• Most bottled hot sauces (such as Tabasco)
• Most salsas
• Tamari soy sauce (avoid soy sauce if you are gluten sensitive)
• Mayonnaise – look for the brands with the lowest carbs
•Sugar-free salad dressings
• Capers
• Horseradish
• Olives
• Lemon or lime juice (1 gram of carb per tablespoon)
Bakstur og fleira
 
•Whey protein powder, plain, vanilla and chocolate flavors
•Splenda or other artificial sweeteners or
•Erythritol (I use Swerve), xylitol and other sugar alcohol sweeteners
• Herbs and spices (but watch for mixtures with added sugars)
• Extracts (vanilla, lemon, almond, etc.) – avoid the ones with sugar.
•Broth or bouillon
•Cocoa powder which is unsweetened
•Gelatin (plain)
•Xanthan gum for thickening and binding
•Extra-virgin olive oil
•Peanut oil and coconut oil for cooking
•Sesame oil for salad dressings
•Almond flour or other nut flours: flour substitute; keep these in freezer
Ýmislegt:

• Pork rinds (crushed, these are a good substitute for bread crumbs) Kims snakk t.d.
• Beef jerky or beef sticks
58 comments:

 1. This comment has been removed by the author.

  ReplyDelete
 2. Hæ María Krista!!

  Takk fyrir að deila þessu öllu með okkur....
  Er alveg á því að mig langar að prófa 1 mánuð á þessu fæði núna eftir þennan lestur´:) Takk fyrir þetta.

  Ég er ekki að berjast við mikið af aukakílóum,auðvitað eitthvað en ekkert alvarlegt. Hinsvegar er eg að farast úr vefjagigt og er (eins og þú með fitupúkann) endalaust að leita lausna til að líða betur. Það er frekar sorglegt að vera innan við 40 ára og háð verkjum hvernig dagurinn verður....fyrir utan að leyfa sér varla neitt í mat...heheh...

  Ég er búin að vera á allskonar prufu kúrum, núna er ég búin að taka safakúrinn...,"hreinsikúrinn" og allt sem heitir unnin vara og dósamatur hefur ekki verið inni á okkar heimili í ca 5 mánuði, ásamt auðvitað sykri, áfengi og glúteini. Ég tók út alla mjólkurvörur.Þú sennilega þekkir ferlið....:)Hinsvegar höfum við drukkið lifandis ósköp af nýpressuðum ávaxtasafa úr rándýru Hurum safapressunni okkar....og ég spyr mig hvort það sé verkjavaldurinn..
  Þess skal getið að þó ég sé ekki ræktar sjúk þá er ég dugleg að hreyfa mig og alls ekki sófadýr:)

  Ég er alls ekki að biðja þig um aðstoð, mig langar bara að hlera þig hvort þú þekkir til þess að þetta mataræði hafi virkað vel á fólk með vefjagigt.
  Mér finnst svo stórkostlegt að geta droppað við á blogginu þínu og lesið þínar hugsanir og hugmyndir, ásamt því auðvitað að vita að þú ert venjuleg manneskja sem hefur þurft að taka á þínum málum.

  Yrði svakalega glöð að heyra frá þér, ef þú mátt ver að.

  Með kærri kveðju

  Kristjana


  ReplyDelete
  Replies
  1. SÆl Kristjana, ég veit allavega að fólki með vefjagigt er ráðlagt að neyta fæðu sem eykur síður sveiflur í blóðsykri og sætir ávaxtadrykkir gera það því miður. ANnað ef þú hefur mest verið að pressa safa úr grænkáli, spínati og gúrkum kannski en sætir safar eru mjög frúktósaríkir og gætu haft slæm áhrif á blóðsykur þinn og aukið einkennni gigtarinnar. Ég mæli með að prófa mataræðið þó það sé ekki nema kannski í 2 -3 vikur, ef maginn þolir það illa sem á við um suma sem þjást af ristilkrömpum samhliða vefjagigt þá hentar þetta kannski ekki en hver veit. Hef allavega heyrt góðar árangurssögur við hinum ýmsu kvillum um leið og sykur var tekinn alveg út.

   Delete
 3. Takk innilega fyrir þetta:) Ég prófa:)
  kv
  Kristjana

  ReplyDelete
 4. Sæl Krista

  Líst rosalega vel á þessar uppskriftir hjá þér:) Ég er svona að prufa mig áfram á þessu fæði og í kvöld ákvað ég að baka köku og svissa út hráefnum og setja kókoshveiti og xylitol í stað hveitis og sykurs. Ég var búin að lesa mér til um að maður ætti að nota helmingi minna af xylitol en sykrinum sem er gefin upp í uppskriftinni, en ég notaði sama magn af kókoshveiti og það á að nota hveiti, og það varð svoldið skondið og deigið sem á að vera létt og ljóst varð eins og smjörkrem :/ Mig langaði því að spurja þig: Þegar þú notar kókoshveiti eða möndlumjöl í stað hveitis hver eru hlutföllinn.

  kv. Þóra

  ReplyDelete
 5. Daginn!
  Er hreint skyr á bannlista?
  Kv
  Erling

  ReplyDelete
  Replies
  1. Nei alls ekki, gott að hafa það með rjóma ;) sykurlaust sýróp eða stevía er líka gott með því eða nokkur hindber til hátíðabrigða ;) lestu bara aftan á umbúðirnar, 3.3 g af kolvetnum sirka í 100 gr er flott

   Delete
 6. Er AB mjólk á bannlista?
  En coke light?

  ReplyDelete
  Replies
  1. Sykurlausir drykkir ættu að notast í hófi, og AB mjólkin er í lagi ef þið lesið bara á kolvetnainnihaldið, ekki nota þá létt ab mjólk. Samt eru mjólkurvörur yfirleitt ekki efst á lista.

   Delete
 7. Er nýbyrjaður á þessu fæði. Var að velta fyrir mér rófum og gulrótum. Hvar falla þær hér inn í?
  MBK
  Kristinn

  ReplyDelete
  Replies
  1. Í rauninni falla þær ekki hér inn ;) best að neyta rótargrænmetis í hófi til að byrja með allavega. Hátt í kolvetnum, nota mest grænt, og það grænmeti sem vex ofan jarðar.

   Delete
 8. Langaði að forvitnast hvernig það er með Herbalife? Þar sem ég er þannig gerð að ég get ómögulega borðað á morgnanna þannig ég hef í nokkur ár alltaf drukkið herbalife shake í morgunmat. Las að þeir væru 200 kolvetni eða eitthvað álíka. Passar það ekki inní þetta mataræði, hvað gæti ég gert í staðin ef það passar ekki?

  ReplyDelete
 9. 200 kolvetni ? það er skrítin tala. Ég mæli með að þú fáir þér kolvetnalaust prótein, NOW eða Nectar t.d. Now fæst í flestum heilsubúðum og Nectar í Fitnessport og svo eru væntnalega fleiri með kolvetnalaus prótein. Blanda þessum drykk saman með kókosmjólk t.d. eða pínu rjóma, cia seeds, avocado, klökum eða einhverju af þessu til að fá næringargóðan morgunmat.

  ReplyDelete
 10. Af hverju er alltaf talað sérstaklega um grænmeti sem vex ofanjarðar?

  ReplyDelete
 11. Sæl Krista
  Við hjónin byrjuðum á lákolvetnis fæðinu fyrir 4 dögum. Við pössum vel upp á að fara ekki yfir 20 grömm að kolvetni á dag.
  Kvað tekur það marga daga þar til að fitubrensla byrjar og fæolk fer að sjá árangur á viktini.
  Ps. Takk fyrir allar flottu uppskriftirnar og bara alla síðuna :)
  Árni

  ReplyDelete
  Replies
  1. Það er mjög mismunandi eftir fólki, sumir missa ekki neina þyngd strax en það sléttist úr maga og líðanin verður mikið betri. Þemba hverfur og gráminn fer úr andlitinu :) það er nú nokkur plús ekki satt, en gefið þessu bara tíma, ekki vigta ykkur á hverjum degi, það er mitt ráð.

   Delete
 12. Sæl Krista.
  mig langar að byrja á að þakka þér fyrir góða síða, hef notað hana heilmikið - alltaf eitthvað gott hérna
  Ég keypti bókina hans Gunnars og er búin að prófa eina viku. Það er þrennt sem ég er í vandræðum með og veit ekki hvort þú getur ef til vill svarað.
  ég fæ svo mikinn brjóstsviða - ætli það sé of mikið af fitu? eða eitthvað vitlaust samsett (hef stuðst við bókina en ekki notað alltaf sama kjötið eða meðlætið - bara passað upp á kolvetnin). Eða kannski bara kaffið? einhver hugmynd?
  svo er það útreikningur á kolvetnum. Hversu mikilvægt er að hafa hann algjörlega á hreinu (þessi viðmiðunartala sem gefin er upp) og hvernig er þetta reiknað út? Get ég verið viss um að ef ég borða bara það grænmeti sem gefið er upp sé ég undir mörkum - fer það ekki eftir því hversu mikið magn ég innbyrði af hverri tegund?
  Loks það þriðja, hefur þú einhverjar meiningar með sykurhækjuna - hvað er best. Ég er með stevia frá Now í dropaformi en er eitthvað rög við að prófa mig áfram með hana því einhver sagði mér að hún gæfi aukabragð - er það rétt?
  Svo hef ég prófað xilitol og kunni ágætlega við það en var samt í vafa því það er hátt í kolvetnum þó það sé mun lægra en sykur. Eða hvað? Er þetta vitleysa í mér?
  Ég veit að það er til eitthvað hvað svipað sem heitir E - eitthvað sem ég man ekki, sé að margar lágkolvetnamenn hafa verið óánægðari með það en xilitol.
  Með hverju mælir þú af sykurhækjum?
  Ég yrði þakklát ef þú hefur tök á að svara þessari fyrirspurn,
  kv. Inga

  ReplyDelete
  Replies
  1. ég upplifði alveg það sama! rosalega mikinn og viðvarandi brjóstsviða, svo ég gafst upp eftir 3 vikur og er að reyna að finna út úr hvað hentar. Ég hef ekki hugmynd af hverju ég fékk þennan brjóstsviða, er búin að vera meira og minna hveitilaus í mörg ár þannig að aukin fita er það helsta sem mér dettur í hug.
   Ég er allavega búin að minnka fituna og svona aðeins breyta til (ávextir t.d.) og brjóstsviðinn er farinn.
   Hentar mér líklegast ekki, veit ekki hvort þetta hafi lagast hjá þér?

   Delete
 13. Sæl ég mæli með Erythritol eða Sukrin í kristallaforminu, en fljótandi þá er Stevían mjög fín út í sósur, skyr og drykki t.d. gott að nota nokkra dropa af stevíunni með Erythritolinu t.d í bakstur og krem og slíkt. Ég get ekki svarað þessu með brjóstviðann og hef ekki lent í því að fá hann hingað til. Ég myndi bara reikna kolvetnatöluna í ákveðnum grænmetisteg sem þú ert vön að fá þér t.d. hvað er einn bolli af spínati þungur og svfrv þá manstu það nokkurnveginn næst þegar þú færð þér og mælir það bara í bollann ca. Ef þú heldur þig við grænt grænmeti og sleppir rótargrænmeti þá ættir þú að vera örugg.

  ReplyDelete
 14. Góðan dag Krista
  Kærar þakkir fyrir frábæra síðu sem gefur svo miklar upplýsingar fyrir kall eins og mig sem er að reyna að læra sem mest til að ná árangri. Ég er einmitt einn af þeim sem hafa prófað margt og er núna ca 15-20 kg yfir þeirri þyngd sem ég vildi vera.
  Ég hef tekið þetta mataræði alvarlega og borða mikið kjöt með t.d Bernessósu, svolítið grænt grænmeti, grillaðan fisk, harðfisk með smjöri. Hef algjörlega hætt öllu sælgætisáti og brauð og kökuáti. Ég bakaði hrökkkexið af síðunni þinni og nota það með osti eða túnfisksalati. Þá gerði ég ísinn sem ég fann hér á lágkolvetnasíðunni... en sennilega tek ég skyrið út úr uppskriftinni næst. Nota bara rjóma og egg og t.d. bláber....
  En mig langar að vita hvort ég má fá mér ca. 0.5ltr. að jafnaði á dag af Pepsi Max ?
  Mér hefur gengið ágætlega og á 12 dögum hef ég léttst um 5.6 kg. Er það ekki bara ásættanlegt ??
  Kær kveðja
  Bósi

  ReplyDelete
 15. Vá það er mjög flott, mátt búast við að það hægist aðeins á létting eftir fyrstu vikurnar en alls ekki örvænta, sparaðu pepsi ef þú getur, t.d. byrjaðu á að taka annan hvorn dag það munar helling. Það er ekkert víst að það hafi áhrif en á suma virkar best að halda sig við mjög einfalt og hreint fyrstu vikurnar meðan líkaminn er að komast í ketósa ástandið :) gangi þér vel

  ReplyDelete
 16. Sæl
  Ég er búin að skoða síðuna þína og prófa nokkrar uppskriftir. Er nauðsynlegt að nota svona mikið af eggjum í t.d. brauð, pizzur og þessháttar?
  kv.
  Katrín

  ReplyDelete
 17. Sæl Krista
  Takk fyrir flotta og fræðandi síðu. Við hjónin erum að byrja í LKL kúrnum og það eru nokkrar spurningar sem poppa upp. Eru sætar kartöflur á bannlista? Hvað með brún hrísgrjón? Nú er ég vön að drekka safa milli mála, hvað getur maður drukkið annað en vatn, kaffi og te?
  Kv Andrea

  ReplyDelete
 18. Sætar kartöflur eru því miður úti því þær telja hratt upp kolvetnatöluna sem "leyfileg" er ef þú vilt komast í ketósaástand sem flýtir fyrir fitubrennslunni. Grjónin líka því miður, mæli með að kurla niður blómkál og léttsteikja eða sjóða í staðinn fyrir grjón. Ég drekk stundum sódavatn með stevíudufti sem heitir Slimsticks og fæst frá NOW, eða set c vítamín freyðtöflu í vatn, svona tilbreyting frá vatninu, eins Eplaedik ég nota það mikið og það er hreinsandi í leiðinni. Sódavatn með nokkrum dropum af Stevíudropum t.d. sítrónu eru góðir og Rasberry ef þið þolið bragðið af Stevíunni, um að gera að prófa en nota lítið í einu.

  ReplyDelete
 19. Sæl.
  Hvernig er best að þykkja sósur td úr soði af lambalæri.

  ReplyDelete
 20. sko ég var að prófa nyja snilld, en það er mjöl úr Chia seed og það hentar stórvel í að þykkja. Það er nefninlega erfiðara að nota Xanthan Gummið sem er líka þykkjari. Prófaðu að nota Chia, líka mjög gott í Tortillur, fæst frá NOW og líklega í Fjarðarkaup

  ReplyDelete
 21. Takk fyrir góðar upplýsingar

  ReplyDelete
 22. Síðan er alveg frábær. Mjög gagnlegar upplýsingar.
  Hvar færðu þessar flottu krukkur sem þú ert með?
  Veit að þú selur miðana - en selurðu e.t.v.krukkurnar líka?

  ReplyDelete
  Replies
  1. IKEA er með krukkurnar :) þær passa vel undir miðana

   Delete
 23. sæl

  Eitt sem við hjónin erum að spá í.Er mikið af kolvetnum í söl? við höfum verið að nota hana sem nasl á milli mála en höfum ekki hugmynd um hversu kolvetnarík hún er.

  ReplyDelete
  Replies
  1. Sæl, ég er að velta því sama fyrir mér. má borða söl?

   Delete
 24. Sæl
  Það sem ég er að spá er poppbaunir sem maður poppar sjálfur, er það í lagi? Einnig langar mig að spurja, erum við bara að horfa í kolvetnin? Þar sem ég sá að sukrin melis inniheldur 100gr af kolvetnum á hver 100gr en samt mælt með því í LKL. Var líka að spá í því varðandi sykurlaus hnetusmjör, þau sem ég hef séð eru alltaf svo kolvetnarík.
  Takk kærlega fyrir æðislega síðu!

  ReplyDelete
 25. já við erum að horfa á kolv magnið en einnig sleppa sem mest við sterkju og í mínu tilfelli glútein líka. Þú ræður hvort þú viljir eyða kolvmagninu þínu í popp en ég mæli ekki með því að byrja því það er erfitt að hætta eftir 2-3 lúkur :) sukrin er úr sætuefni sem telur ekki því líkaminn meltir ekki þau efni og því telja þau kolvetni ekki. Mæli samt ekki með því að nota sætuefni ótakmarkað, meira svona spari :)

  ReplyDelete
 26. sæl hvar fær maður xanthan gum og hvað kostar það?

  ReplyDelete
 27. ég fer alveg eftir bókinni hans gunna en sakna þess að drekka mjólkurglasið mitt, laktósafría mjólkin...er hún í lagi ??? og má ég fá mér ab mjólk með sukurlausu sýropi á morgnanna ????

  ReplyDelete
 28. sæl krista
  takk fyrir frábæra síðu og uppskriftir
  hlakka til að prófa þennan nýja lífstil
  stærsta vandamálið hjá mér er að ég er rosalega kaffimanneskja og þar sem ég á að nota rjóma í stað mjólkar í kaffi núna er ég nú bara að spá í hversu marga kaffi sé leyfilegt að drekka á dag?
  eins með bosstana mína sem ég fæ mér eftir ræktina hvað ég á að nota í stað hrísmjólkar?

  takk takk....

  ReplyDelete
 29. Sæl Krista - og allra bestu þakkir fyrir frábært matarblogg!

  Ég hef tekið eftir því að t.d. í eftirrétta- og smákökuuppskriftum þínum notar þú yfirleitt annað sætuefni en Erythrotol. Ég velti fyrir mér hvort ekki megi nota það í staðinn fyrir þau sætuefni sem eru í uppskriftum þínum? Og þá, hvort nota megi sama magn. Hvað segir þú um það?

  Bestu kveðjur,
  Lilja

  ReplyDelete
 30. hæhæ hef mjög gaman að síðuni þinni og er búin að baka/elda slatta allt mjög gott.
  Þar sem þú veist mikið veistu hverng LKL og meðganga fara saman. er búið að vera á LKL í 7 mán og líður vel, er óhætt að halda áfram, og veistu kannski um einhver fræðigreina um þetta.

  ReplyDelete
 31. Veistu að ég held að Kristján hjá Betri næring gæti svarað þér best með þetta :) http://betrinaering.is/

  ReplyDelete
 32. Sæl og takk fyrir frábæra síðu. En það er eitt sem ég er í vandræðum með og það er að ég get ekki notað möndlumjöl þar sem ég á son með bráðaofnæmi fyrir hnetum og möndlum. Þetta virðist vera víða í uppskriftum og hef ég reynt að nota bara kókoshveiti og husk en held að í sumum tilvikum finni ég fyrir að eitthvað vanti. Er eitthvað sem ég get notað í staðinn fyrir möndlumjöl?

  ReplyDelete
 33. Sæl t.d. sesam mjölið, golden flax seed, chia meal , en svo er hægt að fá glútenlaust mjöl í kosti úr allskonar baunum og fræjum, ef þú ert ekki að einblína á kolvetnamagnið fyrir soninn t.d. þá gætir þú skoðað þá möguleika, t.d. oatmel mjöl unnið úr höfrum !

  ReplyDelete
 34. Ég var að velta fyrir mér, er í lagi að taka samt herbalife shake-ana í morgunmat og hádegismat eða er kannski sniðugra að taka þá bara í morgunmat. En í 100gr af herbalife shake er 19,8gr af kolvetnum. Þannig ég myndi halda að í einum skammti af shake væri ca 7-8gr af kolvetnum. Ég er bara að spá því að það er náttúrulega góð prótín og önnur næringarefni í þessum shakeum :)

  ReplyDelete
 35. Sæl.. glæsilegur vefur og girnilegar uppskriftir:) Hvar færðu þessar krúkkur og miða til að merkja innihald:) Kv Kristin

  ReplyDelete
 36. Sæl ég fæ krukkurnar í IKEA og er að selja miðana sjálf í settum 4 miðar á 2500 kr Krista Design, getur sent mér póst á kristadesign@internet.is eða komið í opið hús á miðvikudögum milli 16 og 21 og nælt þér í sett.

  ReplyDelete
 37. Sæl Krista ;) Takk fyrir frábærar uppskriftir, hvenar er næsta námskeið hjá þér ? ;)

  ReplyDelete
 38. Sæl Krista :)
  Takk innilega fyrir þessa síðu, hún verður örugglega biblía núna næstu vikur á meðan ég er að komast inn í þetta. Mig langar til að spyrja þig um þurrkaða ávexti, eins og gráfíkjur, döðlur, apríkósur, rúsínur og sveskjur, eru þeir á bannlista eða leifðir ? Eru einhverjar síður sem þú getur bent mér á til að leita frekari upplýsinga um lágkolvetnafæðið ?
  Kær kveðja, Jóna

  ReplyDelete
 39. Sæl, ég myndi forðast þurrkaða ávext, háir í ávaxtasykri og kolvetnum, Betri næring síðan er mjög gagnleg og svo er alltaf hægt að googla lchf þar eru margar síður sem eru fróðlegar

  ReplyDelete
 40. Sæl Krista,
  Ég vildi byrja á því að þakka þér fyrir frábæra síðu. Er búin að nota hana óspart undanfarna daga. Mig langar hins vegar að spyrja þig varðandi ísstaði hérna á Íslandi. Það vill svo til að lítll gutti var í heimsókn hjá mér um daginn og langaði honum svo ofboðslega mikið í yoyo-ís. Ég sá að á staðnum var Stevia-ís og vissi þessi ís væri jógúrt ís en ekki viss hvort það væri á bannlista eða ekki. Veit þú eitthvað meira um þennan Steviu-ís á yoyo. Er hann á bannlista?

  ReplyDelete
 41. Sæl ég hef prófað Stevíu ísinn, ég myndi ekki mæla með honum hverja helgi en ef þú vilt gera vel við þig þá ætti að vera óhætt að smakka. Ég mæli hins vegar með því að gera bara eigin ís, íspinna... það eru fullt af uppskriftum bæði hér og á vefnum með ísum sem taka enga stund.

  ReplyDelete
 42. Ég er alveg "húkktur á" (eins og krakkarnir segja) hvítlauk í olíu. Borða það t.d eins og kartöflir með mat. Nú spyr ég gefur þannig tilgerður hvílaukur sömu hollustu og hrár

  ReplyDelete
 43. Nú er ég ekki sérfróð um hvítlauk en stórefast um að hollustu eiginleikinn hverfi við að hafa hann olíuleginn, hef tröllatrú á lækningamætti hvítlauks og efast um að olían skemmi þar nokkuð fyrir, það er að segja ef olían er góð :)

  ReplyDelete