Uppskriftir

 

Brauðbollur í morgunsárið,
15 mín redding ...
 
Innihald:
3 egg
1/2 - 1 dl kókoshveiti eða 3 dl möndlumjöl
2 góðar msk rjómaostur
ca 1 dl af parmesanostakurli
(eða sleppa rjómaosti og parm og nota 3 dl rifnum osti )
2 msk mæjó
2 msk Husk
pínu salt.
1 dl af blönduðum fræjum, nota það sem til er, td. kúmen, sólkjarnafræ, graskers,
hörfræ bara það sem er í skápunum.

Aðferð:
Þessu var blandað í einni skál ( ekkert hrærivélavesen)
dúmpað með skeið á bökunarpappír og í ofn 200 gráður í 10 mín, tók sirka 15 mín
 
 
 Brokkolíklattar
þessir komu á óvart...
 
Innihald: 500 grömm af frosið brokkolí,  má líka nota ferskt og þá vel niðurbrytjað.
1 1/2 bolli rifinn ostur

3 egg
salt & pipar
1 bolli af möndlumjöli

eða tæplega ½ bolli af kókoshveiti.

Oregano og Basilikukrydd eftir smekk, eða einhversskonar ítalska blöndu.

Aðferð:
Blandið öllu saman í skál með sleikju.
Mótið litlar kúlur með höndum eða ísskeið og setjið á bökunarpappír
á bökunarplötu.
Bakið við 180 gráður í 25 mínútur, snúið klöttunum við eftir 15 mín.
Kælið og borðið!
 Sandkaka með sítrónukeim
 

Innihald:
4 egg
1 dl kókoshveiti
3 tsk sætuefnið Hermesetas ( fljótandi ) (Eða nota Erythiol sætu,
Xylitol dálítið smekksatrið með
sætubragðið og þá þarf að nota meira magn)
100 gr smjör bráðið
1 tsk vanilludropar
Rifið hýði af ½ til einni sítrónu
2 tsk vínsteinslyftiduft
1 bolli ósætt jógúrt, eða grísk jógúrt

Aðferð:
Blandið saman eggjum, sætu og jógúrt þar til allt er mjúkt,
hellið kældu fljótandi smjörinu út í .
Bætið við þurrefnum og sítrónuberkinum.
Bakið í formi í 180 gráðum í 25 mín.Deigið verður pínu stift og eins og spartl
en það verður fínt í ofninum :) Takið út og kælið, en það má svo
strá pínu xylitol eða erythiol yfir til skrauts og ágætis.
Njótið með góðum kaffibolla :)
 
 
 Parmesan kjúlli með baconsalsa
þessi er alltaf jafnvinsæl ..
 
Innihald:
 
Kjúklingabringur
1 egg pískað
Parmesanostur, bestur nýrifinn ferskur
1 pakki af beikoni
Tómatpúrra , Himnesk hollusta
2-3 þroskaðir tómatar
1 dl Rifinn ostur
 
Aðferð:
 Kjúklingabringurnar flattar út með lófanum, velt upp úr eggi, og rifnum parmesan, sett á smjörpappírsklædda plötu í ofn í 10-15 mín þar til ostur brúnast. 
Á meðan steiki ég niðurskorið beikon á pönnu, bæti út í velþroskuðum tómötum grófskornum og þetta mallar saman í smá stund, hér má bæta sykurlausri tómatpúrru út á til að fá meiri sósufíl í þetta.
Takið bringur út úr ofninum og setjið í eldfast fat, setjið góða slettu af beikonsalsanu á hverja bringu og rifinn ost yfir.. aftur inn í ofn í 5- 10 mín þar til ostur brúnast.
 
Þetta er sjúklega gott, og hentar sem hversdagsréttur en líka í fína matarboðið.
Gott að hafa með þessu blómkáls-hvítlauksbrauð með osti.

Blómkáls-hvítlauksbrauðInnihald:
1 bolli af niðurrifnu blómkáli
½ bolli rifinn mozarella ostur
½ bolli parmesan
1 egg pískað
1 tsk oregano
½ tsk maukaður hvítlaukur
½ tsk hvítlaukssalt
Ólífuolía
Ofaná brauðstangirnar
2 msk mjúkt smjör
2 hvítlauksgeirar smátt skornir
¼ bolli parmesan
¼ bolli mozarella

Aðferð:
Hitið ofninn í 180 gráður.
Rífið blómkálið niður , t.d. með matvinnsluvél eða rifjárni, setjið í örbylgjuofn í ca 8 mín.
Leyfið þessi að kólna ögn og blandið svo út í þetta öllu innihaldinu en geymið til hliðar það sem fer ofan á brauðið.  Þessu er skellt á bökunarpappír á plötu og inn í ofn í um það bil 15 mín. 
Blandið saman smjöri og hvítlauk og dreifið yfir brauðið, dreifið svo rifnum osti Parmesan og Mozarella yfir og setjið aftur í ofn þar til osturinn er gylltur og bráðinn. Skerið niður og njótið.


Örbylgjubollan góða
Þessi er rugl einföld og er hægt að nota í hverskonar rétti,
heita brauðrétti, sem snittubrauð og sem morgunrúnstykki.

Innihald:
1 egg
 1/2 tsk ca af vínsteinslyftidufti
 1/4 tsk salt
 1/2 tsk HUSK trefjar, t.d.frá NOW, duft í boxi
1 tsk af kókoshveiti má vera kúfuð ( má líka nota 3 tsk af möndlumjöl í staðinn)
2 tsk rjómi

Aðferð:
Öllu innihaldinu hrært saman með gaffli ofan í örbylgjuvænum bolla þar til nokkuð kekkjalaust. Bollinn fer svo í örbylgjuofnin í 2.1/2 mín og út kemur "fluffý "bolla sem má smyrja með osti og smjöri.Þessa má fikta með að vild, bæta í sætuefni, kakó,kanil, hnetum, fræjum, bragðefni.

Um að gera að leika sér því þá gerast ævintýrin.

 

Eggaldinpizzur
 
 
Innihald:

1 gott eggaldin ( þessi svarfjólubláu í grænmetisborðinu)

salt
Skerið niður eggaldin eftir endilöngu,
 
ef það á að nota sem aðalrétt en í litlar sneiðar 1/2 cm á þykkt ef það á að nota sem "partýrétt"
Saltið vel sneiðarnar og látið standa í 10- 15 mín á borði.

Hitið ofninn í 180 gráður.


Þerrið vökvann af eggaldinum með bréfi og penslið með ólífuolíu.
Raðið sneiðum á bökunarplötu og bakið í ofni þar til eggaldinið er orðið
fagurgyllt.
Takið út úr ofni, og setjið áleggið á.

Mitt val af áleggi:

Chorizo pylsa, eða pepperóni
Rifinn ostur
smurostur að eigin vali:  t.d. pizzuostur, sólþurrkaðir tómataostur
Beikonkurl ( valfrjálst )
Tómatpúrra ( valfrjálst)

Mér finnst gott að blanda dálítið af tómatpúrru við smurostinn en það þarf ekki.
Raða svo chorizo pylsusneiðum á hverja sneið, og dreifið rifnum osti ofan á.

Aftur í ofninn og bakið þar til osturinn er farinn að brúnast.
Þetta er sjúklega gott.Súkkulaðisæla í örbylgjuofni:
 
Þessi er rugl einföld ef sætuþörfin læðist að manni
Alveg nóg ein svona kaka fyrir 2 ( hjá mér allavega )
 
Innihald:
1 egg
1/2 tsk vanilla
1 msk rjómi
 2 matskeiðar gott kakó
 3 msk sætuefni t.d. Erythiol
1 tsk vínsteinsduft
 1 msk mjúkt smjör


Hrærið eggið vel saman, bætið við öðru innihaldi og setjið í örbylgjuofn í 1 -1 /2 mín þar til kakan lyftist og er ekki lengur blaut í miðjunni.

Þessi uppskrift dugði í 2 bolla og skiptu þessu á okkur 4 á heimilinu enda bara gott til að fá pínu nammi í eftirrétt,
Með þessu var borin fram1 tsk af hindberjum hituðum í potti , má bæta við örlitlu sætuefni ef þörf er á en berin eru í raun alveg nógu sæt og góð.

Þeytt rjómasletta og þú ert í skýjunum.


Blómkálspizza

Það hljómar kannski undarlega en blómkál getur orðið að fínasta pizzabotni.

Það þarf ekki að bíða eftir að það hefist, það kostar lítið og fer afar vel í maga.

Mæli með að þið prófið. Lág kolvetnatala, góður ostur og prótein og næringarefni í eggjunum, hvað gæti verið betra.


Innihald:

1/ 2 stórt höfuð af blómkáli niðurtætt ( sett í öbbann í 8 mín)
1 stórt egg eða 2 lítil
1 bolli rifinn ostur, má nota hvað sem er, mozarella, parmesan,
blanda saman bara eins og maður vill
1 - 2 tsk oregano, h
vítlauksduft, eða maukaður/ferskur hvítlaukur eftir smekk, meira er betra að mínu mati.
1/2 tsk Himaleyasalt.


Hægt að bæta við 1-2 msk af möndlumjöli til að binda betur saman, en þarf ekki.
Örbylgjublómkálinu blandað saman við innihaldið í botninum og fletjið út á bökunarpappír, ( sniðugt að strá smá rifnum osti á bökunarpappírinn áður en deginu er hellt ofan á, gerir botninn meira crispy) bakið í 15 mín á 200 gráðum.
Takið botninn út, þegar hann er orðinn gylltur, setjið svo á hann það sem við á að éta:

Tillaga að áleggi:

Tómatpúrra, góð frá Himneskri hollustu,
Krydd,
Mosarellaostakúla,
Ruccola,
Skinku,
Bacon,
Chorizo pylsa (álegg svipað og pepperoni)
tómatur, einn er nóg.
Smurostur með pizzakryddi, nýtt á markaði og mjög gott.
Rauðlaukur

Aftur í ofn og svo njóta eftir sirka 10 mín á háum hita. ;) Bon appetit.
 
Kúrbítspasta

Innihald: 
2 Kúrbítar ( þessir grænu gúrkulegu )
 2 msk smjör
 1-2 hvítlauksgeirar ( elska hvítlauk )
5 msk furuhnetur/ macadamiuhnetur líka góðar
 1 lúka fersk steinselja
 ½ lúka fersk basilika
 4-5 st vorlaukar
 1 dl rjómi
 1 skvetta hvítvín / hvítvínsedik
 cayenne pipar á hnífsoddi
 salt og pipar
 Rifinn parmesan sem stráð er yfir tilbúinn réttinn.
 
Skerið kúrbítinn í strimla, með grænmetisskrælara,
hægt að fá sérstakt "spaghetti" rifjárn fyrir kúrbít.
 Saltið vel og leyfið vökvanum að síast út, gott að kreista svo vel vökvann úr "spaghettiinu"
Bræðið smjörið í pönnu og ristið hneturnar í 1 mín. Setjið til hliðar.
Saxið hvítlauk, kryddjurtir og vorlaukinn smátt, Steikið fyrst laukinn aðeins, og svo kúrbítsspaghettíið í góðri klípu af smjöri.
 Hellið svo kryddblöndunni og rjómanum, hvítvíni/edik, saman við og leyfið þessu að krauma í nokkrar mínútur.
Rífið parmesan ost yfir eða notið parmesanost úr bauk.

Þetta passar vel með kjúkling, eða sem aðallréttur.
Ég notaði hér með tilbúnum grillkjúkling. Fljótlegt og æðislegt.

Til frekari fróðleiks
 Kolvetni í þessum skammti reiknaði ég sem svo :
Kúrbítur, 8 g netcarb.
Hnetur 2 g netcarb.
Vorlaukur 1 netcarb.

Annað er óverulegt, s.s. 11 g netcarb og þessu deildum við 3 saman.

 

Súkkulaðikaka með avocadokremi
 
50 g kókoshveiti eða 100 g möndlumjöl
½ tsk matarsóti
2 msk gott kakó / green black t.d.
1 msk Fiber husk
1/2 tsk salt
1 tsk kaffiduft
1 tsk vanilludropar eða duft
1 dl rjómi
3 msk sætuefni Erythritol eða xylitol, stevía
6 egg (3 egg eru nóg ef þú notar möndlumjöl)
50 gr bráðið smjör

Blandið þurrefnum saman í skál.Pískið saman eggin og rjómann og blandið þurrefnum út í.
Smakkið til sætuna og bætið við ef þið viljið hafa kökuna sætari.
Hellið kökunni í smurt hringlaga form, ágætt að hafa smjörpappír í botninn
Bakið í 180 gráðum í 20-30 mín, passið bara að ofbaka ekki.

Kremið góða
1 1/2 þroskað avocado
2 msk kakó
2 msk sætuefni Erythritol eða xylitol, stevía
1 tsk vanilludropar eða nota smá möndludropa sem er æði.

Blandið öllu saman með töfrasprota eða í mixer þar til kremið er mjúkt og kekkjalaust
smakkið til, má setja bragðefni út í ef það hentar, möndludropa, kardemommudropa, valfrjálst.
Smyrjið á kökuna, best þegar hún er búin að standa í kæla í smá tíma.

Heimagerður ömmuís LKL style og súkkulaðisósa.

3 eggjarauður eða 3 heil egg, smekksatriði
1 peli rjómi 
3 msk sætuefni t.d. erythritol
1-2 msk vanilludropar

Stífþeytið rjómann í skál.
Í annari skál þeytið vel saman eggjum, vanillu og sætuefni
Blandið þessu varlega saman við rjómann og frystið í formi.

Það má auðvitað bragðbæta ísinn ef maður vill með,dökku kakói, bragðefni, sykurlausu karmellusýrópi eða próteini en mér finnst hann bestur svona einfaldur og  "ömmulegur".

Súkkulaðisósa:

2-3 msk kaldpressuð kókosolía (Himnesk hollusta mjög góð)
2 msk dökkt kakó
sætuefni eftir smekk
2-3 msk heitt kaffi.

Möndlu eða vanilludropar mjög góðir til að bragðbæta.

Öllu hrært saman og smakkað til.
Hér þarf stundum að slumpa aðeins og ekki gera of mikið magn í einu því
yfirleitt er nóg að setja 2-3 tsk yfir ísinn.


Ofnsteiktur ferskur aspas.

1 gott búnt af ferskum aspas, fæst t.d. í KOSTI
ólífuolía


Dressing:
4 msk ristað beikon t.d. frá Ali
3/4 bolli niðurskornir skallottulaukar
1 tsk hvítvínsedik
2 tsk ólíufolía
1 tsk dijon sinnep
salt og pipar


Trénuðu endarnir á aspasnum skornir af,
stilkunum velt upp úr ólífuolíu og setti á bökunarpappír á plötu og inn í ofn.
180 gráður í 15 mín.
Léttsteikið laukinn og kurlaða beikonið.
Blandið ediki, sinnepi og kryddi út í og hrærið vel.
Þegar aspasinn kemur heitur úr ofninum þá er dressingunni
hellt yfir, hrist saman og borið fram.

 
Hvítlauksbrauð:
 
Uppskrift:
dugar á litla bökunarplötu, 2 faldið ef þið viljið meira magn
 
6 tsk möndlumjöl eða 3 tsk kókoshveiti
1 egg
2 dl rifinn ostur
hvítlaukssalt 1/2 tsk
 
Blandað vel saman í skál og svo dreift úr þessu á bökunarpappír, þetta er frekar laust í sér til að byrja með en svo jafnar deigið sig út í ofninum og rennur saman í þessa dásemd. Bakað í 180-200 gráðu ofni í 10 mín sirka, skorið niður í lengjur og svo má skella því smá stund í viðbót í ofninn, þá verður þetta enn stökkara og gott að losa í sundur.
 
Mokkabúðingur
(eða súkkulaði fyrir þá sem ekki vilja kaffi)
 
360 ml rjómi
60 gr erythritol
3 tsk instant kaffi
3 stór egg
30 gr gott kakó
1 tsk vanilludropar
 
Aðferð:
Hitið allt í potti nema kakóið, passið að láta ekki sjóða og hrærið stöðugt í blöndunni.
Þegar búðingurinn fer að þykkna aðeins, þá má sigta kakóinu í, hræra áfram vel og hella svo í litlar skálar eða bolla. Mér fannst gott að skella honum í frystinn í sirka 2 tíma. Fullkomið með rjómaslettu.
Þetta var útgáfan með kaffinu, en svo gerði ég aðra með engu kaffi og það var alveg ljómandi gott líka, bara ekta súkkulaðibúðingur :)  
 
 

 

  


  
 
 
 
 
 

 
 
 
 
 
 
 

 

6 comments:

 1. Sæl Krista!
  Flottar uppskriftir, sem ég á eftir að tileinka mér til að auka tilbreytnina í mínum nýlega fundna LCHF lífsstíl.
  Ég er búinn að liggja á netinu og tína upp þennan fróðleik, eins og sést á þessari grein minni: http://www.gauiella.is/Feiti/Granni.html
  Nú er ég loksins farinn að finna eitthvað á íslensku og er búinn að bæta þér inn í greinina mína og tengja inn á þessa síðu.

  ReplyDelete
 2. Sæl Krista
  Mig langar bara að þakka þér fyrir frábæran vef, ég nota uppskriftir frá þér nánast daglega! Ég er fæðuóþols gemsi og börnin mín líka og það hjálpar mjög að hafa aðgang að góðum og fljótlegum hugmyndum um ljúffengan mat sem allir á heimilinu geta borðað. Takk kærlega fyrir okkur!
  Bestu kveðjur,
  María

  ReplyDelete
 3. æðislegar uppskriftir!!!
  langaði þó að sp þig hvort hægt sé að nota e'ð annað enn rjóma í örbylgjubolluna þar sem eg er með mjólkuróþol..?

  ReplyDelete
 4. Flott síða og flottar uppskriftir. Takk fyrir að leyfa okkur að njóta vinnu þinnar í þessu samansafni. Kv. Sonja

  ReplyDelete
 5. var að prófa örbylgjubolluna og notaði kotasælu í staðinn fyrir rjóma, algjör snilld :)

  ReplyDelete